Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 288
286 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Hekluskógar - endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu
Hreinn Oskarsson
Heklitskógar, Gunnarsholti, 851 Hella
Inngangur
Hekluskógar eru verkefni sem hefur það markmið að endurheimta birkiskóga á
tæplega 1% íslands eða rúmlega 95 þúsund ha svæði í nágrenni eldíjallsins Heklu (1.
mynd). A þessum svæðum uxu fyrr á öldum og allt fram á 19. öldina miklir
birkiskógar, en þeir eyddust að mestu á 18 og 19 öld af völdum öskufoks og
ofnýtingar manna (Hákon Bjamason 1937, Guðmundur Amason 1958). Markmiðið
með trjáræktinni er nokkuð annað en í hefðbundnum skógræktarverkefnum og snýst
ekki um timbumytjar heldur að skapa vistkerfí sem vemdar jarðveg og kemur í veg
fyrir vikurfok í kjölfar eldgosa. Hekluskógar em því langtíma vöm gegn náttúruvá.
Stór hluti starfssvæðisins em ógrónir vikrar og er vikur- og sandfok algengt (Elín
Fjóla Þórarinsdóttir og Olafur Arnalds 2009). Því er forgangsverkefni að græða upp
slík lönd með sáningum eða áburðardreifingu og gróðursetja í kjölfarið birki og víði í
lundi eða belti á valin svæði. Þaðan mun trjágróður sá sér á nærliggjandi svæði. I
kjölfar góðra fræára getur birki dreifst yfir stór svæði og myndað nýja skóga. Dæmi
þessa má finna víða um land t.d. í Þórsmörk, í Gunnlaugsskógi við Gunnarsholt, á
Skeiðarársandi (Bryndís Marteinsdóttir ofl. 2005) og í grennd við Heklu (Friðþór
Sófus Sigurmundsson 2008).
Skógar og kjarrlendi eru þau gróðurvistkerfi sem þola hvað best að fá yfir sig ösku og
vikur. Sú aska sem sest í skógarbotn í kjölfar gjóskugosa stöðvast þar og veldur því
ekki gróðurskemmdum á nærliggjandi svæðum. Víða í nágrenni Heklu má enn finna
gamla skóga og skógartorfur sem hafa margoft fengið öskuregn yfir sig, eins og
öskulög sýna (Sigurður Þórarinsson 1968).
Hekla hefur í gegn um aldimar gosið stórgosum á um það bil 100 ára fresti (Sigurður
Þórarinsson 1968). A síðustu öld breytti fjallið um takt og gaus fjórum sinnum frá
1970 með um 10 ára millibili. Fremur lítill vikur barst frá eldtjallinu í þessum gosum
sem voru lítil miðað við fyrri gos. Enginn veit hvenær Hekla gýs næst, en sumir
jarðfræðingar telja að það geti gerst hvenær sem er. Ef miðað við reynslu
undanfarinna alda má ennfremur búast við stórgosi úr Heklu um miðja þessa öld. Þá
er mikilvægt að búið sé að græða upp skóg sem víðast við hálendisbrúnina, og á illa
grónum svæðum sunnan eldfjallsins, svo vikurfok ógni ekki byggðum sunnanlands.
Margvíslegs ávinnings má vænta af Hekluskógaverkefninu. Gróðurfar og dýralíf eykst
og verður ijölbreyttara, vatnsheldni jarðvegs verður meiri, gamlir lækir hreinsast af
vikri og fara að renna aftur og kolefnisbinding verður í gróðri. Með skóginum aukast
einnig landnýtingarmöguleikar á svæðinu, svo sem frístundabyggð og útivist auk þess
að beitarþol eykst.
Eftir nokkurra ára undirbúning samráðsnefndar Hekluskóga sem í sátu fulltrúar
landeigenda á svæðinu, Skógræktarfélaga Rangæinga og Amesinga,
Landgræðslusjóðs, Náttúmfræðistofnunar, Landgræðslu ríkisins, Landbúnaðarháskóla
Islands, Suðurlandsskóga og Skógræktar ríkisins, var gerður samningur um verkefnið.
Hinn 4. maí 2007 skrifuðu Landbúnaðarráðherra og Fjármálaráðherra annarsvegar og
hinsvegar