Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 295
MÁLSTOFA H - AÐBÚNAÐUR OG HEILBRIGÐI BÚFJÁR | 293
Áhrif fóðrunar á framleiðslusjúkdóma mjólkurkúa
Grétar Hrafn Harðarson1 og Jóhannes Sveinbjömsson2.
Landbúnaðarháskóla Islands.
'^Lbhí-Stóra Ármóti, netfang: ghh@,lbhi.is 2)Lbhí-Keldnaholti.
Inngangur
Framleiðslusjúkdómar, þ.e. fitulifur, súrdoði, júgurbólga, fastar hildir, legbólgur og
ófrjósemi, em mjög áberandi hjá mjólkurkúm á Islandi. Erlendis er samanlögð tíðni
framleiðslusjúkdóma 40-50% (Ferguson, 2001; Jordan og Fourdraine, 1993). Ekki eru
til tölur um tíðni framleiðslusjúkdóma hérlendis en það er ástæða til að halda að tíðnin
sé eitthvað hærri á íslandi þar sem tíðni súrdoða er mun hærri hér en víðast hvar
erlendis. Sýnilegt og dulið tjón af þessum sjúkdómum er ógnvænlegt og líklegt að það
nemi mörg hundmð milljónum króna árlega. Framleiðslusjúkdómamir em innbyrðis
tengdir. Um getur verið að ræða bein áhrif, óbein áhrif og samspilsáhrif (0stergaard
og Sorensen, 1998). Kýr veikjast einkum fyrstu dagana eða vikumar eftir burð og þess
vegna hafa augu manna í auknum mæli beinst að meðferð og fóðrun fyrir burð
(Drackley o.fl., 2005).
íslensku kýrnar em mjólkurlagnar að eðlisfari líkt og önnur kynbætt mjólkurkúakyn,
sem þýðir að mjólkurframleiðslan hefur forgang fyrst á mjaltaskeiðinu. Skipta má
framleiðsluferli mjaltaskeiðsins í þrennt eftir meginstefnunni í efnaskiptum líkamans;
í fyrsta lagi, tímabil niðurbrots frá 2-3 vikum fyrir burð þar til 10-12 vikum eftir burð,
í öðm lagi, tímabil jafnvægis frá miðju mjaltaskeiði fram á seinni hluta mjaltaskeiðs
og að lokum tímabil uppbyggingar frá seinni hluta mjaltaskeiðs inní geldstöðu.
Tímabil niðurbrots er vandasamast með tilliti til fóðrunar og sjúkdómahættu.
Niðurbrotið stjómast af hormónabreytingum tengdum burðarferlinu og er að nokkm
leyti óháð fóðmn og meðferð. Oft er þetta niðurbrot veija líkamans meira en
líkaminn hefur þörf fyrir og nær að ráða við. Umfram fita safnast þá fyrir í lifrinni og
leiðir til myndunar fitulifrar. Rannsóknir erlendis sýna að fita safnast fyrir í allt að
50% kúa (Jorritsma o.lL, 2000). Margir þættir í fóðmn og meðferð hafa verið taldir
upp sem hugsanlegir orsakavaldar að fítusöfnun í lifur (Friggens o.fl., 2004).
Óhóflega feitum kúm (holdstigun > 3,5) er hætt við miklu niðurbroti fítuvefs um burð
auk þess sem át hjá þeim er minna en hjá kúm í eðlilegum holdum. Orkufóðrun
umfram þarfir í fyrri hluta geldstöðu leiðir til fitusöfnunar í lifur. Til að vinna gegn
niðurbrotsferlinu í efnaskiptum líkamans er rökrétt að auka fóðrun og undirbúa
meltingarfærin fyrir sterkara fóður síðustu þrjár vikumar fyrir burð (Drackley, J.K. og
H.M. Dann, 2005). Aðrir telja að betra heilsufar náist með því að viðhalda sama
orkustyrk alla geldstöðuna (Holtenius o.fl, 2003).
Efniviður og aðferðir
Gögnin sem hér vom tekin til úrvinnslu eru úr tveimur tilraunum. Önnur tilraunin var
framkvæmd á Stóra-Ármóti veturna 2002-2003 og 2003- 2004, þar var gróffóður og
kjamfóður var gefið aðskilið (tilraun A). í hinni tilrauninni, sem framkvæmd var á
Stóra-Ármóti veturinn 2006-2007, var öllu fóðrinu blandað í heilfóður (tilraun B).
Greint hefur verið frá hluta af niðurstöðum úr þeirri tilraun áður (Grétar H. Harðarson
og Klaus Lonne Ingvartssen, 2005; Jóhannes Sveinbjömsson og Grétar Hrafn