Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 305
MÁLSTOFA H - AÐBÚNAÐUR OG HEILBRIGÐI BÚFJÁR | 303
eins og áður sagði, reiknaður á bilinu 8,8-9,7%, sem er nokkuð hærra gildi en sést
hefur áður fyrir íslenska stofninn. Nýleg rannsókn byggð á ætternisgögnum gaf
skyldleikaræktarstuðulinn 3,5% (Kristjánsson o.fl., 2006). Virk stoíhstærð var metin
sem 111 einstaklingar.
Samantekið sýna niðurstöður rannsóknarinnar að umtalsverður erfðabreytileiki er til
staðar í íslenska kúakyninu þrátt fyrir aldalanga einangrun. Jafnframt sjást í þessum
gögnum vísbendingar um erfðafræðilega sérstöðu íslenska kúakynsins sem vert er að
skoða betur. Þrátt íyrir að flest sé jákvætt í niðurstöðum rannsóknarinnar verður að
líta á skyldleikaræktarstuðul um og yfír 9% sem viðvörun um að hér geti tapast
verðmætur efniviður fyrir kynbætur framtíðarinnar. Rannsókn þessi er inngangur að
frekari erfðagreiningu íslenska nautgripastofnsins en vonir standa til að hagnýta megi
niðurstöður slíkra rannsókna við faðemisgreiningar, rekjanleika gripa og afurða,
aðgreiningu íslenska stofnsins frá öðmm stoíhum og kynbætur með erfðamörkum.
Heimildaskrá
Buchanan, F.C, Van Kessel, A.G., Waldner, C. og Christensen, D.A. (2003). Hot Topic: An association
between a Leptin single nucleotide polymorphism and milk and protein yield. Journal of Dairy Science,
86,3164-3166.
Kristjánsson, Þ., Jónmundsson, J.V. og Benjamínsson, B.H. (2006). Þróun skyldleikaræktar í íslenska
kúastofninum. Fræðaþing landbúnaðarins 2006. Reykjavík: Lbhí, L.r., S.r.
Liefers, S.C., te Pas, M.F.W., Veerkamp, R.F., Chilliard Y., Delavaud C., Gerritsen R. og van der
Lende, T. (2003). Association of leptin gene polymorphisms with serum Ieptin concentration in dairy
cows. Mammalian Genome, 14, 657-663.
Scherf, B.D. (2000). World Watch List for Domestic Animal Diversity (3rd ed.). Rome: Food and
Agricultural Organization of the United Nations.