Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 306
)
304 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Vöxtur og þrif kálfa sem ganga með móður
|
Anna Guðrún Þórhallsdóttir
*
Sindri Gíslason
Landbúnaðarháskóla Islands, Hvanneyri, 311 Borgarnes
>
Ágrip
Átta kálfar voru látnir ganga með mæðrum sínum fyrstu 10 vikumar og vöxtur þeirra
skráður (móðurkálfar — hópur 1). Til samanburðar vom tveir hópar kálfa;
annarsvegar kálfar sem fengu ótakmarkaðann aðgang að mjólk (hópur 2 - ad libitum)
og hinsvegar kálfar sem vom fóðraðir samkvæmt almennum leiðbeiningum - með
mjólk sem samsvaraði 10% af fæðingarþunga daglega (2x2 1/dag; hópur 3 - 10%).
Móðurkálfar - hópur 1 óx 6-9 kg/viku fyrstu tvær vikumar. Samsvarandi vöxtur var
4-6 kg/viku hjá hóp 2 - ad libitum og 3-4 kg/viku hjá hóp 3 — 10% og munurinn
marktækur á milli allra hópanna. Við eins árs aldur var enn mikill munur á milli 1
móðurhópsins og hinna hópanna. Mæður móðurkálfanna voru mjólkaðar meðan
kálfarnir gengu undir og kom í ljós að sumar þeirra voru tregar til að selja við mjaltir
meðan kálfamir gengu undir. Niðurstaða rannsóknarinnar er í samræmi við
niðurstöður erlendra rannsókna og kallar á frekari rannsóknir til að undirbyggja betur
leiðbeiningar varðandi káfafóðmn hérlendis.
Lykilorð: kálfar, fóðrun, vöxtur.
Inngangur
Uppeldi kálfa er mjög ólíkt því sem gerist með uppeldi annarra ungviða húsdýra, s.s.
lamba og folalda. Bæði lömb og folöld ganga með móður og lögð er megináhersla á
að þau fái sem mesta móðurmjólk frá fyrstu stundu og að þau fari út og njóti útivistar
og hreyfmgar svo fljótt sem auðið er, til að þau vaxi upp sem sterkust og heilbrigðust.
Þá er mikilvægi móður fyrir velferð og heilbrigði grísa er einnig viðurkennt, því
samkvæmt reglum EB (91/630/EÖF) eiga grísir að vera hjá móður að lágmarki í 21
dag eftir fæðingu. Það sem skilur á milli þessara tegunda annarsvegar og mjólkurkúa
og kálfa hinsvegar er að sjálfsögðu afurðin sem sóst er eftir, þ.e. mjólkin. Áður fyrr,
meðan skortur var á mjólk, var hver dropi mikilvægur. í dag er hins vegar nóg
framboð af mjólk og aðrir þættir að fá aukið vægi, ss. velferð dýranna. Á undanförum
árum hefur, í vaxandi mæli, verið sett spurningarmerki við uppeldi og velferð kálfa á
vesturlöndum. Kemur þar til að víða er kálfadauði mikið vandamál, vöxtur og þrif
þeirra eru ekki sem skyldi, vandamál vegna júgurbólgu og annarra sjúkdóma hjá
ungum kúm er mikil og ending kúa er mun minni en eðlilegt getur talist (Aðbúnaður
kálfa - Fræðslurit BÍ 2006; Gröndahl et al. 2007). Mjög margt bendir til að vandinn að
mörgum þessum vandamálum liggi í uppeldi og aðbúnaði kálfanna, og þar sé pottur
brotinn. Sem dæmi má taka spenasog kálfa, þar sem einn kálfur sýgur annan, sem
leiðir oftar en ekki til júgurbólguvandamála og slátmnar hjá fyrstakálfskvígum.
Uppeldi kálfa hérlendis er svipað og almennt er í nágrannalöndunum. Kálfar er teknir
frá móður strax eftir fæðingu, þeim gefmn broddur í fyrstu mál og síðan aðkeypt
kálfamjólk. Kálfamjólk er nú almennt gefin með svokallaðri kálfafóstru hérlendis.
Þeim er einnig fljótlega gefið kjamfóður og aðgengi að heyi. Samkvæmt
sérfræðileiðbeiningum um uppeldi kálfa hérlendis (Grétar Flrafn Harðarson og
Jóhannes Sveinbjömsson 2008) þá skal mjólkurfóðrun vera um 10% af lífþunga við
burð og gefa skal 2 x daglega. Hérlendis er ráðlögð mjólkurgjöf 2x21. Þessar