Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 307
MÁLSTOFA H - AÐBÚNAÐUR OG HEILBRIGÐI BÚFJÁR | 305
ráðleggingar eru í fullu samræmi við almennar ráðleggingar víða erlendis (Gröndahl
et al. 2007).
í Fræðsluriti BÍ frá 2006 sem ber heitið Aðbúnaður kálfa segir að “mikilvægasta
leiðin til að meta þarfir dýra er að skoða atferli þeirra og heilbrigði” og jafnframt að
þær upplýsingar megi nýta með að skoða “hvernig þau hegða sér við náttúrulegar
aðstæður sem líkast því sem dýrunum er eðlilegt” (Fræðslurit BÍ 2006; bls. 5).
Rannsóknir á náttúrulegu atferli mjólkurkúa hérlendis hafa verið mjög takmarkaðar og
rannsóknir á náttúrulegu uppeldi kálfa til samaburðar við almennt uppeldi kálfa hér á
landi hefur alveg vantað. Eins og réttilega segir í Fræðsluriti BÍ frá 2006 þarf að
skoða náttúrulegt atferli og aðbúnað sem líkist mest hinu náttúrulega til að fá
raunhæfan samanburð á hversu gott tiltekið framleiðslukerfi er. Með rannsókn þeirri
sem hér er greint frá er komið til móts við þennan skort á upplýsingum. Markmiðið
með rannsókninni var að kanna vöxt og þrif kálfa sem voru aldir upp við sem
náttúrulegust skilyrði, kálfa sem gengu með móður í 10 vikur, inni sem úti með
kúahjörðinni og höfðu fullan og ótakmarkaðan aðgang að móðurmjólk, beit og heyi
allan þann tíma, til samanburðar við kálfa sem aldir voru upp samkvæmt almennum
leiðbeiningum um kálfauppeldi hérlendis og kálfa sem fengu ad. libitum mjólk.
Efni og aðferðir
Hópur 1 - móðurhópurínn samanstóð af 8 kálfum sem fæddust í Hvanneyrarfjósi í
maí og júní 2007. Allir kálfamir gengu undir móður sinni frá fæðingu fram til 10
vikna aldurs. Fyrstu tveir kálfamir fæddust inni í burðarstíu Hvanneyrarijóss, þar sem
kýmar voru ekki komnar á beit á þeim tíma, og voru með mæðrum sínum þar fyrstu
dagana. Hinir sex kálfamir fæddust allir úti í bithaga kúnna og var einungs fylgst með
þeim fyrstu dagana, en þeir annars látnir sem mest afskipalausir með mæðmm sínum
sem gengur með kúahópnum. Kúahópurinn var allar 10 vikumar á frálsri beit, þar sem
kýrnar höfðu aðgang að vallarfoxgrasi og káli auk þess sem fjósið stóð ávallt opið þar
sem aðgangur var að heyi. Allir kálfarnir gengu lausir með kúahópnum og gátu farið
að vild á milli hólfa og fjóssins. Allar mæðumar voru færðar inn til mjöltunar á sama
hátt og aðrar kýr í hópnum og var kálfunum frjálst að koma inn með kúahópnum eða
vera eftir úti. Við mjaltir var skráð hvort og hvaða spenar höfðu verið sognir. Allir
kálfarnir voru vigtaðir eftir fæðingu, og mæld hæð á herðar, bollengd, brjóstdýpt,
brjóstbreidd (bóghnútur), breidd um mjaðmahnút og brjóstummál. Allar þessar
mælingar voru teknar vikulega af öllum kálfunum fyrstu 6 mánuðina, en síðan á
tveggja mánaða fresti fram til þessa að þeir voru ársgamlir. Einungis er greint frá
þyngdarmælingum í þessari samantekt. Við 70 daga aldur voru kálfamir teknir undan
mæðrum -sínum og settir í sömu meðferð og aðrir kálfar í fjósinu - í hópstíu með
sínum jafnöldrum þar sem þeim var gefið hey og kjarnfóður.
Viðmiðunarhópamir við móðurhópin vom tveir. Annar viðmiðunarhópur var hluti af
annarri rannsókn í Hvanneyrarfjósi vegna kálfadauða, þar sem allir kálfar sem
fæddust á ákveðnu tímabili voru viktaðir og mældir vikulega (sjá mælingar að ofan).
Hópur 3-10% samanstóð af þeim átta kálfum sem fæddust í fjósinu næst undan
móðurhópnum og voru aldir upp á sama hátt og aðrir kálfar í fjósinu. Kálfar í þessum
viðmiðunarhópi vom teknir frá móður við fæðingu og settir í hópkálfastíur með
öðmm nýfæddum kálfum. Þeim var gefinn broddur í fyrstu fjögur málin, en eftir það
voru þeir fóðraðir samkvæmt stöðluðum leiðbeiningum með kálfafóstm þar sem þeir
fengu 2x2 lítra af kúamjólk/kálfablöndu á dag ásamt aðgangi að kálfakögglum (sjá
Grétar Hrafn Harðarson og Jóhannes Sveinbjörnsson 2008). Kálfablandan var
Elitekalv XTRA og var kálfafóstran stillt þannig að hún gaf nýmjólk meðan hún entist