Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 310
308 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Umræður
Þeir kálfar sem fæddust úti sýndu allir af sér sömu hegðun fyrstu dagana, þ.e. að færa
sig út fyrir túnið og fela sig þar í háu grasi. Þetta atferli er alveg í samræmi við það
sem skráð hefur verið erlendis, þar sem náttúrulegt atferli nýborinna kálfa hefur verið
skoðað og einnig í samræmi við hegðun villtra nautgripa (Vitale et al., 1986;
Langbein & Raasch, 2000; Keyserlingk & Weary, 2007). Er það athyglisvert, þar sem
hundruða kynslóða vist með manninum hefur ekki þurrkað út þessa náttúrulegu
hegðun kálfanna. Ekki reyndist unnt að fylgjast með hversu oft kálfamir sugu mæður
sínar, en erlendar rannsóknir sýna að kálfar drekka sjaldnar en meira í einu en lömb,
og við 4. vikna aldur drekka þeir oft ekki nema 4 sinnum á sólarhring (Das et al.
2000).
Vöxtur móðurkálfanna var miklu mun meiri en kálfanna sem fylgdu hinni ráðlögðu
fóðrun ungkálfa (hópur 3 - 10%) og einnig kálfanna sem fengu fullt aðgengi að mjólk
(hópur 2 - ad. libitum). Móðurkálfarnir þyngdust meira frá fyrsta degi og munurinn
á milli móðurkálfanna og kálfanna í hinum hópunum jókst dag frá degi, einnig eftir að
móðurkálfamir voru vandir undan mæðmm sínum, við um 70 daga aldur. Þegar
kálfamir vom viktaðir ársgamlir var munurinn á milli þeirra enn til staðar.
Erlendis hafa á síðustu ámm verið gerðar rannsóknir á áhrifum þess að láta kálfa
ganga undir móður í lengri eða skemmri tíma. Weary og Chua (2000) rannsökuðu
áhrif þess að hafa móður og kálf saman í 6 klst, 1 dag eða 4 daga. Þeir fundu ekki
mun milli þessara meðferðarhópa á þyngdaraukningu kálfanna. Hins vegar þurftu
kálfamir marktækt minni meðhöndlun fyrir skitu fyrstu 4 vikurnar því lengur sem þeir
voru með móður sinni (1 klst; 5,5 dagar vs. 4 dagar; 2,0 dagar). I framhaldsrannsókn
þessa sama rannsóknahóps (Flower & Weary 2001) kom fram að kálfar sem gengu
með móður í 2 vikur þyngdust marktækt meira (3x) á þeim tíma samanborið við kálfa
sem fengu kálfablöndu sem samsvaraði 10% af fæðingarþunga á dag, og enn var
marktækur munur á milli meðferðahópanna við 4. vikna aldur. Þessar niðurstöður era
mjög í samræmi við niðurstöður okkar rannsóknar, þar sem móðurkálfarnir þyngdust
um 8-9 kg/viku fyrstu fjórar vikumar meðan kálfar sem fengu kálfablöndu sem
samsvaraði 10% af fæðingarþunga á dag þyngdust um 2-3 kg/viku fyrstu 4 vikurnar.
Gröndahl og félagar (2007) frá Dýralæknaháskólanum í Osló rannsökuðu
mjólkurkúahjörð í Noregi þar sem kálfamir voru að jafnaði látnir ganga með móður
sinni í hjörðinni í 6-8 vikur. Vöxtur kálfanna í þessari rannsókn var um 1,2 kg/dag
eða rúm 8 kg/viku fyrstu 13 vikumar. Fylgst var með kálfunum og mæðmm þeirra í 2
ár og var heilsufar (t.d. júgurbólga, doði, kálfadauði) hjarðarinnar mun betra en að
meðaltali í Noregi.
Sú niðurstaða að kálfar sem ganga með móður þyngjast mun betur en kálfar sem fá ad
libitum aðgang að mjólk bendir til þess að það sé ekki einungis móðurmjólkin sem
veldur því að kálfamir þyngjast svo sem raun ber vitni. Margar rannsóknir hafa sýnt
mikilvægi móður fyrir þroska ungviðis og þroskafrávik þegar móðir er ekki til staðar,
t.d. klassísk rannsókn Harlow & Harlow frá 1969. í rannsókn Kohn et al. (1999)
þyngdust kálfar sem hafðir vom með móður sinni í 4 daga, án þess að geta sogið
þær, um helmingi hraðar en en kálfar sem vora teknir strax frá móður sinni.
Félagslegur þroski kálfanna virðist einnig skipa hér miklu og samskipi við móður og
aðra einstaklinga í hjörðinni. Kálfar sem eru aldir upp í einangrun (einkálfastíur) eiga
erfiðara uppdráttar í hjörðinni og lenda neðar í virðingarröðinni. Rannsóknir hafa sýnt