Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 311
MÁLSTOFA H - AÐBÚNAÐUR OG HEILBRIGÐI BÚFJÁR | 309
að kýr sem eru neðarlega í virðingaröðinni mjólka almennt minna en kýr ofar í
virðingarröðinni (sjá nánar umfjöllun Flower &Weary 2001).
í okkar rannsókn kom fram marktækur munur á vexti viðmiðunarhópanna tveggja, ad
libitum hópnum og 10% hópnum, þar sem meðalþyngdaraukning ad libitum hópsins
var um 5 kg/viku meðan 10% hópurinn var um 2,5 kg/viku fyrstu tvær vikumar.
Þessir tveir meðferðarhópar eru nákvæmlega þeir sömu og í rannsókn Appelby og
félaga frá 2001. í þeirri rannsókn voru sömu tveir hópar; kálfar sem fengu
ótakmarkaðann aðgang (ad libiíum) að mjólk fyrstu tvær vikumar og annar hópur sem
einnig var á 10% mjólkurmagni. í rannsókn Appelby og félaga var þyngdaraukningin
fyrstu tvær vikurnar hjá ad libitum hópnum 0,85 kg/dag á móti 0,36 kg/dag með 10%
af fæðingarþunga sem er mjög svipuð niðurstaða og í okkar rannsókn. I svipaðri
rannsókn Jaspers og Weary (2002) þyngdust ad libitum kálfarnir 63% meira en 10%
kálfar. Þeir voru 10,5 kg þyngri í 5 viku og héldu því forskoti til loka rannsóknarinnar
er þeir vom 9 vikna gamlir, þrátt fyrir að hafa verið teknir af mjólk við 6 vikna
aldurinn.
Ein aðalástæða þess að kálfar eru settir í einstaklingsstíu er vandamál með spenasog,
þar sem einn kálfur sýgur annan, en spenasog er talin ein helsta orsök júgurbólgu hjá
fyrstakálfskvígum. í víðtækri rannsókn á á spenasogi kálfa sem fram fór í Sviss (Keil
et al. 2000) kom fram að helstu áhrifaþættir vom geta kálfanna til að hreyfa sig og
fóðurgerð. Bæir þar sem kálfamir vom lokaðir inní í stíum og fóm ekkert út og þar
sem kjamfóðurgjöf var mikil voru marktækt líklegri til að hafa mikil
spenasogsvandamál. Fjölbreytt umhverfí kálfanna, útvera og minni kjarnfóðurgjöf,
sérstaklega eftir að mjólkurgjöf sleppir, voru þeir þættir sem ráðlagðir vom til að
minnka líkur á spenasogi kálfanna. Rannsóknir sýna að hjá kálfum sem fá að sjúga
móður eða fóstru er spenasog mun minna vandamál en hjá kálfum sem alast upp á
kálfafóstru (Margeirson o.fl. 2003; Fröberg o.fl. 2008).
Áhrif þess að láta kálfana ganga undir hefur ekki einungis áhrif á vöxt og þrif
kálfanna, heldur einnig margvísleg áhrif á mæðurnar. Flestar rannsóknir hafa sýnt að
heilbrigði júgursins batnar við það að kálfarnir sjúga, fmmutala lækkar og hættan á
júgurbólgu minnkar, bæði meðan á sogtíma stendur og jaftivel töluverðan tíma eftir að
kálfurinn hefur verið tekinn undan (Krohn 2001; Fröberg o.fl. 2008). Þá hefur
aukning á framleiðslu mjólkur við það að kálfurinn gengur undir, verið skráð í fleiri
rannsóknum, sérstaklega þar sem kálfurinn hefur gengið undir fyrstu vikurnar og
kýrin mjólkuð seinni hluta mjaltarskeiðsins (sjá Krohn 2001; Sidibé-Anago o.fl.
2008). í rannsókninni í Hvanneyrarljósi kom í ljós að sumar mæðumar seldu illa
meðan kálfamir voru undir. Samkvæmt Krohn (2001) hefur þetta vandamál komið
upp í öðmm rannsóknum þar sem kýmar hafa verið mjólkaðar samhliða þess að
kálfurinn gengur undir. Þetta vandamál hefúr verið leyst á sumum stöðum með því að
láta kálfinn standa hjá kúnum þegar þær eru mjólkaðar (Sidibé-Anago o.fl. 2008), en
hérlendis er þörf á að rannsaka hvernig fá má kýmar til að selja við mjaltir meðan
kálfúrinn gengur undir. Þá kom einnig í ljós meiri vinna við mjaltir í Hvanneyrarfjósi
meðan kálfarnir gengu undir, enda fjósið ekki hannað með tilliti til þess að kálfamir
gangi með kúnum.
í okkar rannsókn héldu móðurkálfamir forskoti sínu meðan þeir voru viktaðir - eða
langt fram á annað árið. Kvígurnar sem gengið höfðu undir móður sinni voru mun
stærri og þroskaðri en kvígur hinna hópanna við sama aldur. Ekki eru til margar
rannsóknir sem hafa fylgst með langtímaáhrifum þess að láta kálfa ganga undir móður
eða fóstru. í rannsókn sem gerð var í Israel var fylgst með 20 kvígukálfum sem sogið