Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 320
318 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
4. tafla. Aðfelld meðaltöl (predicted means) fyrir mælingar á hemoglóbíni og GPX í 178 blóðsýnum
2008. Leiðrétt fyrir mun milli búa.
Hópur Fjöldi Hb g/1 GPX, IU/g Hb
Veturg. dautt fóstur 53 137,7 428,8
Veturg. lifandi fóstur 63 141,2 410,2
2v+ lifandi fóstur 62 136,2 526,1
Staðalskekkja mismunar (SED) 1,99 22,4
P gildi 0,028 <0,001
Krufningar á Keldum á fóstrum og legi úr kindum sem lógað var gáfu engar afgerandi
niðurstöður. I öllum tilfellum voru fóstrin (alls sex) dauð fyrir nokkru og farin að
leysast upp þannig að ómögulegt var að greina dauðaorsakir. Sýklaræktun úr
fóstrunum, fósturhimnum og legi var neikvæð í öllum tilfellum. Krufning, sem gerð
var á búunum á nýdauðum fóstrum, leiddi heldur ekki í ljós örugga niðurstöðu en
sjúklegar breytingar á hyldahnöppum og leghnúðum voru blæðingar, drep og kalkanir,
sem minntu þannig á sjúklegar breytingar af völdum Toxoplasma.
Umræður
Niðurstöður úttektarinnar á hlutfalli geldra gemlinga á skýrslufærðum búum sýna að
vandamálið sem við er að eiga er ekki nýtt af nálinni. Eins og nefnt er í inngangi þá
hafa menn eflaust reiknað með að lélegt fanghlutfall gemlinga væri eðlilegt fyrirbæri
og talið þá algelda. Fósturtalningar hafa hins vegar sýnt fram á að gimbramar festa
fang í flestum tilfellum en missa fóstrin snemma á meðgöngunni. Fóstrin deyja flest
fárra vikna þ.e. í febrúar og mars, leysast upp og sogast upp í líkamann um legið.
Rannsóknin sem gerð var 2008 gefur því miður engin viðhlítandi svör um orsakir
fósturdauðans að öðru leyti en því að surnar tilgátur virðist hægt að útiloka.
Þar sem mótefni mældust ekki gegn Toxoplasma í gemlingum sem blóðprófaðir vom
má ætla, að ekki hafi verið um að ræða það smitefni. Hins vegar er þekkt að mótefni
gegn toxoplasmasmiti mælast ekki fyrstu 4-5 vikur eftir tilraunasýkingu (Munday og
Dubey, 2008). Við greiningu á Toxoplasma í blóðsýnum getur því þurft að taka tvö
sýni með 2ja til 4ra vikna millibili til að geta metið hvort um bráða sýkingu er að ræða
eða ekki (Nation og Allen, 1976). Þar sem aðeins eitt blóðsýni var tekið úr
gemlingum á búum þar sem fósturdauði greindist skömmu eftir að fósturdauðinn
uppgötvaðist, er rétt að endurtaka blóðpróf á nokkmm gemlingum, sem greindust með
dauð fóstur í vor. Þessi sýnataka er áformuð nú í vetur.
Vísbendingar um selenskort, sem bent var á í samantekt Sigurðar Sigurðarsonar og
Olafs G. Vagnssonar (2008), voru ekki staðfestar þar sem vandamál virðast koma
fram þrátt fyrir sérstaka selengjöf á sumum búum. Ekki er þó hægt að fullyrða að
selenskortur geti ekki geti komið við sögu í einstökum tilfellum þar sem ekki hefúr
verið brugðist sérstaklega við honum. 1 því sambandi má nefna að mælingar á virkni
GPX sem gerðar vom á Hesti vorið 2007, sýndu að 6 gemlingar af 9 sem misstu fóstur
þá um veturinn voru með gildi undir 100 í byrjun maí. I samanburðarhóp 10 lembdra
gemlinga var aðeins einn með svo lágt GPX gildi (Emma Eyþórsdóttir, óbirtar
niðurstöður).
Niðurstöður mótefnamælinga virðast útiloka þá helstu þekktu sýkla sem valda
fósturláti hjá sauðfé, en engir þeirra. að undanskildu Toxoplasma gondii, hefúr greinst
hér á landi. (Eggert Gunnarsson o.fl., 1988)
Höfundum hefur ekki tekist að hafa upp á hliðstæðum rannsóknum frá öðrurn löndum