Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 322
320 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Orsakir lambadauða - niðurstöður krufninga 2006- 2008
Sigurður Sigurðarson', Hjalti Viðarsson4, Ólöf Sigurðardóttir3, Eggert Gunnarsson3,
Emma Eyþórsdóttir4 og Jón Viðar Jónmundsson2
1 Matvœlastofmm, 'Bændasamtök íslands,
3 Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, 4Landbúnaðarháskóli íslands
Yfírlit
Talsvert tjón er af því hér á landi að lömb fæðast dauð eða líflítil og deyja nýfædd.
Orsakir þeirra dauðsfalla hafa oft verið óljós. Lömb hafa verið krufin á Tilraunastöð
Háskóla Islands að Keldum um langt árabil og miklar upplýsingar eru til um orsakir
lambadauða, en lambafjöldinn hvert ár hefur þó naumast verið nógu mikill til þess að
marktækar upplýsingar hafi fengist um landið í heild.
Á vegum fagráðs í sauðfjárrækt var ráðist í rannsókn á orsökum lambadauða árin 2006,
2007 og 2008 til þess að komast nær því hverjar orsakimar væru. Fyrsta árið skiluðu sér
tæplega nógu mörg lömb að Keldum. Því var ákveðið að koma upp aðstöðu til kmfninga
út um land, hafa þar kæliaðstöðu og fara á milli staðanna til að kryija lömbin reglulega.
Hlutverk bænda var að koma lambshræjum í kælingu strax og láta fylgja þeim viðeigandi
upplýsingar.
Þessir staðir voru valdir: Borgames, Búðardalur, Isaijörður, Borðeyri, Blönduós,
Sauðárkrókur, Möðruvellir í Hörgárdal, Húsavík, Kópasker, Þistilijörður, Vopnafjörður,
Egilsstaðir, Höfn í Homafirði, Selfoss og loks var samið sérstaklega við Tilraunastöðina
að Keldum að gera skipulega sýklaleit og veijaskoðun auk kmfhingar og líffæraskoðunar.
Árið 2006 voru kmfm 175 lömb á Keldum. Krufhingar voru framkvæmdar af Hjalta
Viðarssyni starfsmanni verkefnisins og Sigurði Sigurðarsyni dýralækni. Árið 2007 vom
krufm 486 lömb, þar af 60 lömb á Keldum af Ólöfu Sigurðardóttur en 426 lömb voru
krufm á fyrrnefndum stöðum úti um land af Sigurði. Árið 2008 krufði Sigurður 94 lömb á
ýmsum stöðum úti um land. Samtals voru því krufin um 755 lömb á þessum 3 ámm, sem
dreifðust þannig um landið:
Ur Borgarijarðarsýslu 52 lömb og fóstur, af Snæfellsnesi vom 24, úr Dalasýslu 85, Af
Vestijörðum 56, af Ströndum 44, úr V-Hún. 43 og A-Hún. 61. Úr Skagafirði bámst 26, úr
Eyjafirði 23, úr S-Þing. 24 og frá N-Þing. 52, Úr N-Múl. 103, úr S-Múl 52 frá A-Skaft.
41, úr V-Skaft. 16, Rangárvallasýslu 14 og Árnessýslu 39.
Til kmfningar bárust 184 ófullburða lömb (fóstur). Dauðfædd en fullburða komu 218
lömb en lífsmark fannst með 113 fullburða lömbum sem dóu í fæðingu. Lifandi fæddust
57 sem voru svo veikburða að þau dóu á fyrsta sólarhring. Af þeim lömbum sem send
vom lifðu 183 lengur en 1 sólarhring.
Alls voru send 57 lömb og fóstur, þar sem um var að ræða fósturlát, í flestum tilfellum af
völdum Toxoplasma eða kattasmits. Af áverkum eða hnjaski dóu 137 lömb eða sem næst
18% lambanna, sem kmfín voru. Sýking af ýmsum togum var völd að dauða 171 lambs.
Mörg þeirra fengu meltingarfærasýkingu. Af köfnun eða súrefnisskorti biðu bana 62
lömb og af selenskorti virtust 62 lömb hafa dáið. Vansköpun var orsök veikinda og dauða
hjá 11 lömbum. Ekki fannst orsök dauða 87 lamba og órannsóknarhæf voru 76.