Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 326
324 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Lambadauði á sauðburði reiknast að meðaltali 1,50% fæddra lamba og sýnist ekki
taka neinum verulegum breytingum á milli ára nema vorið 2006 eru vanhöld af
þessum ástæðum nokkru meiri en hin árin. Þetta hlutfall er ívíð lægra en það var á
árunum 1981 og 1982 (Jón Viðar Jónmundsson, 1983) en þar reiknaðist þessi
vanhaldaþáttur 1,9%. Rétt er að benda á að við samanburð við tölumar frá 1981 og
1982 þá er þar unnið með öll gögn skýrsluársins og vitað að nokkuð er um að vöntun
sé á skráningu vanhaldalykla (Jón Viðar Jónmundsson, 1983) meðan hér er unnið með
valinn hóp búa sem öðru fremur eru valinn á gmnni nákvæmra skráninga.
Lömb, sem skráð eru að hafi drepist frá sauðburðarlokum til hausts, em 2,26%. Þetta
hlutfall er öllu hæst á síðustu tveim ámm tímabilsins. I þessum hópi lamba er vitað að
á einstöku búum er nokkuð um lömb sem komu til nytja en höfðu týnt númerum
þannig að þau vom ekki einstaklingsgreind að hausti og t.d. er nokkur hluti aukinna
vanhalda síðustu áranna í rannsókninni bundinn einu stærsta búinu þar sem vitað er að
þessi er ástæðan. Arin 1981 og 1982 var skráð hlutfalla þessara lamba (vanhaldalykill
5 í skýrsluhaldinu) 1,7% (Jón Viðar Jónmundsson, 1983). I þessari rannsókn em til
viðbótar, í samanburði við eldri rannsóknir, felld í þennan flokk lömb sem skráð er að
hafi drepist að hausti (eftir haustsmalanir).
Síðast hópurinn em lömbin sem upplýsingar skortir fyrir og reynast það 0,70% fæddra
lamba á þessu árabili. Enga breytingu virðist mega greina á þessu hlutfalli milli ára
nema að fyrsta árið (1998) sker sig talsvert úr með hærra hlutfall en hin árin.
Þagar búið er að draga saman alla þessa hópa þá stendur eftir sá hópur lamba sem með
fullri vissu skilaði sér til nytja að hausti og verður hér kallað nytjahlutfall. Það reynist
í þessum gögnum 92,02% og fer það, eins og ráða má af því sem fram hefur komið,
heldur lækkandi á þessu árabili. Þegar þessar tölur em skoðaðar með tilvísun til
heildarþróunar sem sýnd er á 1. mynd þá er ljóst að reiknuð lambahöld eru ívíð betri á
þeim búum sem eru með í þessari rannsókn en í fjárræktarfélögunum í heild. Þróunin
á tímabilinu er í fullu samræmi við það sem þar kemur fram þó að breytingar í þessum
gögnum séu heldur minni sem bendir til að hin mikla aukning í skýrsluhaldinu á allra
síðustu ámm sé að hluta bú þar sem staðan í þessum efnum er lakari en hjá búunum
sem eiga lengri skýrsluhaldssögu. Hvort betri stöðu þessara búa en heildarinnar má
skýra með nákvæmara skýrsluhaldi eða almennt betri búskaparháttum verður ekki
dæmt um þó að þekking á gögnum og búskap á þessum búum segi að þar telji báðir
þessir þættir.
Búsáhrif
Vegna þess hve hér er verið að vinna með stórar hjarðir er skoðun á búsáhrifum í
gögnunum mjög áhugaverð. A 3. mynd er sýndur sá breytileiki sem kemur fram í
nytjahlutfalli að hausti á búunum í rannsókninni. Þama kemur fram mjög eðlileg
dreifing í þessum þætti og sá munur, sem kemur fram á milli þeirra búa þar sem staða
er best og lökust í þessum efnum, er farinn að teija fast að 100 lömbum á búum af
þessari stærð og öllum því ljós feikilega mikil áhrif af þessum þætti á afkomu. Þess
má geta að þegar þetta hlutfall er skoðað fyrir einstök bú á einstökum árum þá er besta
útkoman sem sést 97,96% en lakasta niðurstaðan er 78,52%, en rétt að geta þess að
þetta var einstakt dæmi þar sem ekki fannst annað dæmi í gagnasafninu um
nytjahlutfall undir 82%.