Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 330
328 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
prósentueiningar en kynjamunurinn í vanhöldum fer minnkandi eftir því sem lengra
líður frá fæðingu lambsins.
Ályktanir
Gögn þau sem þessi rannsókn byggir á ættu að sýna nokkuð skýra mynd af
breytingum í vanhöldum hjá lömbum hér á landi á síðasta áratug. Samkvæmt því sem
fram kemur virðist mega skýra að fullu þær breytingar til aukningar sem fram koma
með þekktum þáttum og vega þar mest áhrif af auknu hlutfalli gemlingslamba og
marglembinga en hjá báðum þessum hópum eru talsvert meiri vanhöld en á öðrum
lömbum. Rannsóknin sýnir einnig mjög skýrt hvemig umhverfisþættir, eins og
búskaparaðstæður og búskaparhættir, hafa greinilega rnikil áhrif í þessum efnum. Til
umbóta og árangurs er áreiðanlega árangursríkast að leitast við að greina veika hlekki
á hverju einstöku búi og bregðast við í ljósi þess.
Af sameiginlegum þáttum sem hafa áhrif er margt sem bendir til að árangurs megi
öðm fremur vænta af nákvæmari fóðrun byggðri á flokkun ánna á grundvelli
fósturtalningar snemma á meðgöngutímanum. Með nákvæmari fóðrun að þessu leyti
er áreiðanlega hægt að fá fæðingarþunga lambanna nær kjörmörkun en oft gerist við
fóðmn í stórum, blönduðum hópum í dag. Ut frá niðurstöðum má ætla að á sumum
búum verði brestir í fóðmn hjá marglembum á síðustu vikum meðgöngu. Munur í
næringarþörfum hinna mismunandi hópa er það breytilegur á síðasta hluta
meðgöngutímans (Jóhannes Sveinbjömsson og Bragi Líndal Olafsson, 1999) að vænta
má mikilla áhrifa af því að geta betur tekið tillit til hans.
Ljóst er að lambahöld em eiginleiki sem er háður miklum áhrifum Ijölmargra
umhverfisþátta, sem auk þess hafa mismunandi áhrif á vanhaldaþætti á mismunandi
aldursskeiðum lambsins. Þess vegna er ekki líklegt að mikils árangurs væri að vænta
af ræktunarstarfi við aðstæður hér á landi og í öllu falli væri nauðsynlegt að beina
slíku starfi þá að mjög vel skilgreindum vanhöldum (áreiðanlega frekast dauðfæddum
lömbum) en ekki heildarvanhöldum. Ræktunarstarf í þessu sambandi er mest rætt í
löndum þar sem vanhöld em miklu meiri en hér á landi og þar sem fé býr við mun
meira harðræði en gerist hér á landi (Amer og samstarfsmenn, 1999; Riggio og
samstarfsmenn, 2008). Við slíkar aðstæður eru verulega meiri líkur á árangri af slíku
starfi en við okkar aðstæður.
Heimildir
Amer, P.R., McEwan, J.C., Dodds K.D. og Davis, G.H., 1999. Economic values for ewe prolifícacy
and lamb survival in New Zealand sheep. Livst. Prod. Sci., 58: 75-90.
Bradford, G.E. 1972. The role of matemal effects in animal breeding: VII. Matemal effects in sheep. J.
Anim. Sci., 35: 1324-1334.
Hallfríður Ólafsdóttir, 2004. Erfðaáhrif á lambavanhöld. Óbirt B.Sc.120 ritgerð við
Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, 48 s.
Jóhannes Ríkharðsson, 1991. Burðarerfíðleikar hjá íslensku sauðfé. Óbirt aðalritgerð við
Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri. 70 s.
Jóhannes Sveinbjörnsson og Bragi Líndal Ólafsson, 1999. Orkuþarfir sauðfjár og nautgripa í vexti með
hliðsjón af mjólkurfóðureiningakerfi. Ráðunautafundur, 204-217.
Jón Viðar Jónmundsson, 1975. Meðgöngutími og vanhöld hjá íslensku sauðfé. Fjölrit nr. 7,
Bændaskólinn á Hvanneyri. 15 s.