Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 332
330 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Tengslamyndun og langtímatengsl venjulegra íslenskra áa og
forystufjár
Hafdís Sturlaugsdóttir og Anna Guðrún Þórhallsdóttir
Náttúrustofu Vestfjarða og Landbimaðarháskóla Islands
Ágrip
Móðuratferli og tengslamyndun nróður og lamba hafa lítið verið rannsökuð á íslandi.
Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka þessa tvo þætti, ásamt því að kanna hvort
langtímatengsl væru til staðar. Bomir voru saman hópar af venjulegum ám og
forystuám. Rannsóknin var gerð á tveimur bæjum á Ströndum, í Húsavík þar sem var
hópur af venjulegum ám og á Innra Osi, þar sem bæði vom hópar af venjulegum ám
og forystuám.
Helstu niðurstöður vom að í þrautabraut (,,maze“-prófi) kom fram að forystuæmar
virtust tengdari lömbum sínum (vikugömlum) heldur en venjulegar ær og þær vom
fljótari að finna lömbin. Fyrsta sólarhringinn úti vom það aftur á móti Húsavíkuræmar
sem héldu lömbunum næst sér. Sumarbeitarsvæði ánna vom misstór. Ættarhópar i
Húsavík héldu að mestu saman á beit en meiri dreifmg var á ættarhópum á Innra Ósi.
Mikilvægt er að kanna nánar áhrifaþætti dreifmgar sauðijár í sumarhögum, hvort
ættrækni, tengsl við landið eða gæði beitilands ráði þar mestu, vegna mikilvægis þess
fyrir nýtingu sumarhaganna.
Inngangur
Atferli íslenskra áa hefúr ekki mikið verið rannsakað. Atferli sauðijár á sumarbeit var
rannsakað af Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur og birtist nokkuð af niðurstöðum hennar í
ritinu Búvísindum (Thorhallsdottir & Thorsteinsson, 1993). Sú rannsókn beindist fyrst
og fremst að svæðavali sauðijár með tilliti til beitarvals. í aðalverkefni sínu til BS
prófs við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri árið 2003 rannsakaði Gunnfríður Elín
Hreiðarsdóttir burðaratferli 19 áa á Tilraunabúinu á Hesti. Fjórar forystuær vom
meðal þeirra og var það fyrsta athugunin sem gerð var á forystufé hér á landi. Margir
bændur hafa fullyrt að forystufé sé bæði fljótara að læra og séu betri mæður en annað
fé. Rannsóknir á þessum fullyrðingum höfðu þó fram að því ekki farið fram.
Tengslamyndun milli móður og lambs hefst strax eflir burð þegar ærin byrjar að kara
lambið. Þá lærir hún að þekkja lyktina af lambinu (Broom, 1981; Nowak o.fk, 2000).
Lambið lærir einnig að þekkja móður sína á lyktinni þegar það sýgur. Það virðist taka
lengri tíma fyrir lambið að þekkja móður en öfugt (Nowak o.fl., 2000). Þegar lömbin
verða eldri læra þau og ærnar að þekkja hvort annað af jarminu. Lömb virðast vera
fljótari að læra að þekkja jarm systkinis heldur en jarm móður (Ligout & Porter,
2003). Með tímanum læra lömbin að þekkja móður sína á fleiri skynfærum, svo sem
sjón (Nowak o.fl., 2000).
Tengsl milli mæðra og dætra þeirra haldast misvel. Talið er það sé einstaklingsbundið
hve lengi þessi tengsl haldast en einnig að það sé mismunur á milli sauðfjárkynja
(Hinch o.fl., 1990). Talið er að frekar sé um að ræða að dóttirin þekki móður sína,
fremur en öfugt. Sýnt hefur verið fram á að veturgamlar kindur geta þekkt móður sína
þrátt fyrir aðskilnað (Arnold & Pahl, 1974). Það virðist vera þó nokkuð útbreidd
skoðun að tengsl milli mæðgna séu lítil sem engin (Lawrence, 1991).
Heimasvæði (home range) eru svæði þar sem hópur af sömu tegund nýtir (Hunter &
Milner, 1963). Þau geta skarast milli hópa. Heimasvæðin geta verið misstór og þau