Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 333
MÁLSTOFA H - AÐBÚNAÐUR OG HEILBRIGÐI BÚFJÁR | 331
eru stærri að sumri heldur en að vetri (Hunter & Milner, 1963; Lawrence &
Woodgush, 1988). í tilraun í Skotlandi voru heimasvæðin að meðaltali 35-43 ha að
sumrinu en 19-25 ha að vetri og hausti. Tilraunasvæðið sjálft var um 110 ha
(Lawrence & Woodgush, 1988). Hér á landi hefur sauðfé gengið frjálst um
beitarsvæði frá upphafi byggðar og hefur því sérstöðu, þar sem það svæði, sem það
hefur til umráða sumarlangt er í langflestum tilvikum margfalt stærra en
sumarbeitarsvæði sauðfjár í nágrannalöndum okkar, t.d. í Bretalandi (Lawrence &
Woodgush, 1988). íslenska sauðféð hefur því haft betra tækifæri til að sýna, viðhalda
eða þróa náttúrulegt atferli í frjálsum haga, en mörg önnur sauðfjárkyn.
Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna móðuratferli sauðfjár, þ.e. burðaratferli,
tengslamyndun og langtímatengsl móður og lamba, og þann mun sem kann að vera
milli forystufjár og venjulegs fjár í þessu tilliti. Könnun þessara atriða gefa
upplýsingar um atferli íslenskar áa við burð og einnig hvemig tengslamyndun er
háttað. Þessar upplýsingar væri hægt að nota til að bæta aðbúnaða áa við burð og
þannig minnkað afföll lamba að vori. Með því að kanna langtímatengsl væri
hugsanlegt að komast að því, hvort og á hvaða hátt hægt væri að stýra beit á
ákveðnum svæðum án girðinga, með ásetningi eða niðurskurði.
Efni og aðferðir
Rannsóknin var gerð á tveimur sauðfjárbúum, Húsavík og Innra Osi á Ströndum.
Rannsóknin fór fram árin 2005, 2006 og 2007. Hún skiptist í þrjá þætti; burðaratferli
áa (niðurstöður birtar síðar), tengslamyndun fyrstu vikur eftir burð og langtímatengsl.
Samanburður var gerður á venjulegu fé og forystufé innan hvers þáttar í rannsókninni.
Leitast var við að notað hreinræktaðar forystuær rannsókninni. Aðrar ær, hér eftir
nefndar venjulegar ær, voru flestar kollóttar.
í Húsavík vom valdir í rannsóknina ættarhópar, þar sem 5-10 ær vom í hóp. Ætt var
skilgreind sem móðir, dætur, dótturdætur eða systur og afkomendur þeirra. Hóparnir
voru valdir með tilliti til þess að vitað væri nokkum veginn hvar suniarhagar þeirra
vom. Árið 2005 var gert upp fyrir 6 hópar, alls 42 ær en 2006 voru þeir 7 og alls 56
ær. Á Innra Ósi voru valdir 3 ættarhópar venjulegra áa, 19 ær samtals og tveir hópar
forystuáa með 11 og 12 ær í hvomm hópnum.
Tengslamyndun: Tvær kannanir vom gerðar á ánum til að kanna hversu tengdar ærnar
vom lömbum sínum á fyrstu 10 dögum eftir burð. Fyrst var lagt fyrir æmar þrautapróf
(maze-próf). Eingöngu var unnið með tvílembur í þessum hluta tilraunarinnar.
Lömbin (vikugömul) voru tekin af ánum og þær látnar leita að þeim á miðgangi
fjárhúsanna, þar sem hafði verið komið fyrir milligerðum, sem ekki sást í gegnum.
Prófíð var endurtekið þrisvar. í seinni könnuninni var fylgst með ánum og lömbum
þeirra 5x fyrsta sólarhringinn eftir að þær vom settar út. Þá voru lömbin 10 daga
gömul. Þá var kannað hve langt var á milli móður og lambs. Einnig var skráð niður
atferli móður. í uppgjöri var gert upp fyrir þrjá hópa; venjulegar ær Húsavík,
venjulegar ær Innri-Ósi og forystuær Innri-Ósi. Við uppgjörið var notuð
fervikagreining (Anova GLM).
Langtímatengsl: Til að kanna langtímatengsl ánna var staðsetning þeirra í
sumarhögum könnuð. Ærnar voru merktar og staðsetning þeirra í haganum skráð eitt
skipti sumarið 2005 og tvisvar sumarið 2006. Farið var yfir mjög stórt svæði til að
finna æmar og skrásetna þær. Sumarið 2005 vom æmar merktar með því að úða á
hliðar þeirra stómm táknum. Þessi leið gaf ekki nógu góða raun og því vom æmar