Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 337
MÁLSTOFA H - AÐBÚNAÐUR OG HEILBRIGÐI BÚFJÁR | 335
Umræður
Tilgangur með rannsókn á atferli ánna var að kanna hvort móðuratferli þeirra skipti
máli varðandi hve lengi og vel tengsl haldast innan ætta. Til þess að kanna þetta þótti
nauðsynlegt að kanna burðaratferli og tengslamyndun vegna þess að líkur eru á að það
hafi áhrif á langtímatengsl.
Með þrautabrautinni var ætlunin að svara tveimur spumingum. Annars vegar að kanna
hve sterkt æmar em tengdar lömbum sínum, þ.e. hve viljugar þær væru að leita að
þeim. Það var greinilegt að æmar hlustuðu eftir jarmi lambanna og hvaðan það kom.
Flestar æmar fylgdust með þeim sem tók lömbin. Umbunin að fá lömbin þegar
tilrauninni var lokið virtist vera nægileg til þess að þær væru viljugar til að gera aðra
tilraun. Hinn tilgangur með þrautabrautinni var að kanna hvort það væri munur eftir
hópum, hve fljótar þær væm að læra. Forystuæmar voru fljótari að fara þrautabrautina
og tíminn hjá þeim batnaði strax á milli fyrstu og annarrar tilraunar, en þó var nokkur
breytileiki innan hópsins. Sú sem fór brautina á bestum tíma í fyrstu tilraun var aðeins
11 sek að fínna lömbin sín. Þær ær, sem ekki fundu lömbin innan 5 mín, má skipta í
tvo hópa. Annars vegar þær sem leituðu að lömbunum, en fundu þau ekki, hins vegar
þær sem gerðu litiar tilraunir til að finna lömbin eða vom inn í stíunni og átu. Ær í
öllum hópum lærðu af endurtekningunni, þ.e. tíminn batnaði með hverri tilraun eins
og sést í 1. töflu, sem er í samræmi við aðrar tilraunir sem gerðar hafa verið á ám í
þrautabraut (,,maze“) (Edwards o.fl., 1996; Dumont & Petit, 1998; Lee o.fl., 2006)
Það kom fram munur milli hópa, hve ærnar höfðu lömbin nálægt sér á túnbeit. I ljós
kom að Húsavíkuræmar höfðu lömbin næst sér. Það kom nokkuð á óvart, miðað við
þrautabrautarprófið, þar sem æmar í Húsavík vom seinni en aðrir hópar að fínna
lömbin sín, sjá 1. töflu. Engin augljós skýring er á þessu. Ef til vill vora æmar
öruggari um lömbin inni í fjárhúsum heldur en úti og hafí treyst því, að þeim yrðu
færð lömbin aftur. Önnur skýring gæti verið að lömbin í Húsavík hafí passað upp á
mæður sínar, frekar en þær upp á lömbin. Hugsanlegt er að lömbin á Innra Ósi hafí
verið öruggari um sig og sýnt sjálfstæði. Könnun á langtímatengslunum sýndi
marktækan mun á dreifíngu milli hópa í Húsavík, hvort æmar voru hópdreifðar eða
ekki. Það þýðir, að það var mismunur á milli hópa hvort ærnar væru í hópum eða ekki.
Þetta sést líka á I. mynd. Þegar myndin var skoðuð var varla hægt að álykta annað en
ær innan hvíta hópsins haldi ekki saman á beitinni, enda voru um 11 km á rnilli
alsystra innan hópsins. Aftur á móti héldu æmar í gráa og bleika hópnum nokkuð vel
saman en staðalfjarlægð rnilli áa í þeim hóp var um 500 m (sjá 2. töflu). Svæðin sem
sýnd em á 1. mynd er flest mjög aflöng í laginu. Þetta kemur til af því að æmar
dreifðu sér að mestu langs eftir dalnum (í svipaðri hæð) og voru því svæðin öll á
lengdina.
Dreifmg á ánum á Innra-Ósi var ólík dreifingu Húsavíkuránna. Svæðin sköruðust mun
meira og voru flest svipuð að stærð. Á staðalfjarlægðinni (3. tafla) má sjá að fjarlægð
á milli áa var á bilinu 750-1350 m. Forystuæmar virtust ekki vera frábmgðnar
venjulegum á frá Innra-Ósi hvað dreifingu varðar. Svæðið sem ærnar dreifðu sér á var
mun minna en svæðið sem æmar í Húsavík dreifðu sér á. Heimasvæði þeirra voru líka
stærri en hjá ánum í Húsavík (sé hvíta hópnum sleppt).
Rannsóknir hafa sýnt að kindur hafi mjög gott minni á staðsetningu góðs fóðurs
(Edwards o.fl., 1996; Dumont & Petit, 1998). Það hefur einnig verið sýnt fram á það
að lömbin læra af mæðmm sínum hvaða plöntur er best að bíta (Thorhallsdottir o.fl.,
1990). Líklegt er að lömbin læri líka hvar gott beitiland er (Black-Rubio o.fl., 2007)
og þekki því líka það svæði sem þær ólust upp á. Ef ær hafa alist upp á góðu beitilandi