Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 338
336 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
eða beitilandi sem þeim líkar vel, þá vilja þær væntanlega fara þangað aftur. Á íslandi
fylgja lömbin mæðum sínum ijóra til fimm fyrstu mánuðina sem þau lifa. Beit hér á
landi er árstíðabundin og mun styttri heldur en víðast annars staðar, vegna innistöðu
hluta úr ári. Erlendis er talið að lömbin þurfi að fylgja móðurinni í eitt ár til að læra
hvernig hún hegðar árstíðabundnu fæðuvali (Festa-Bianchet, 1991). Hunter og Milner
(1963) komust að því að veturgamlar ær vilja helst ganga með móður sinni ef þær eiga
þess kost.
Það má gera ráð fyrir að ær sem þekkist myndi saman hópa, þar sem ær eru öruggari á
beit með ám sem þær þekkja heldur en ókunnugum ám (Boissy & Dumont, 2002).
Mestar líkur eru á því, að það séu skyldar ær, miðað við reynslu af Tungudal. Lömb
þessara áa hljóta að kynnast ánum sem ganga í sama hópi og einnig lömbum þeirra.
Þannig ættu þær að leita í sama hóp aftur, ef þær eiga þess kost. Samkvæmt þessari
rannsókn er ekki hægt að segja til um af hverju hópar skyldra áa finnist á sama svæði
á beitinni. Þar getur tvennt komið til. Annarsvegar geta þær verið að sækja í að vera
með ám sem þær þekkja. Hins vegar er hægt að halda því fram að þær séu að sækja í
svæði, þar sem þær eru hagvanar.
Ályktanir
Könnun á langtímatengslum áa hafði ekki farið fram áður hér á landi. Ekki var því
hægt að byggja á reynslu annarra í því sambandi. Sú leið sem farin var skilaði þeim
árangri að grunnmynd fékkst af dreifingu áa á frjálsri beit. Æmar í Húsavík vora að
mestu hópdreifðar, þ.e. hópur (ætt) dreifði sér á sama svæði ef undan er skilinn hvíti
hópurinn. Erfiðara var að sjá slíkt á Innra Osi, þar sem heimasvæðin sköruðust svo
mikið. Heimasvæðin vora misstór og það kom kannski mest á óvart, hve stór þau
vora. Minnsta heimasvæðið var álíka stórt og allt rannsóknarsvæði í svipaðri rannsókn
í Skotlandi (Lawrence & Woodgush, 1988).
Gróðurfar á svæðunum var ekki rannsakað, en það skiptir miklu máli um hve þétt
ærnar geta verið á beit. Áhugavert væri að gera gróðurfarsrannsókn og bera saman við
stærð heimasvæðanna. Svæðin sem borin vora saman í rannsókninni voru á sömu
slóðum og svipuð að mörgu leiti. Ekki er hægt að svara út frá þessari rannsókn
hvemig heimasvæði skiptast á afrétti. Þar era aðstæður allt aðrar heldur en í
heimahögum og ærnar fluttar inn á afrétt. Einnig getur skipt máli í stærð heimasvæða
hve þéttsetið beitilandið er.
Það frjálsræði sem íslenskt sauðfé býr við yfir sumartímann hefur kosti og galla í för
með sér. Þar sem beitiland er í góðu ástandi er hæfileg beit af hinu góða. Aftur á móti
er kostnaðarsamt að verja land, sem ekki þolir beit, með girðingum, og einnig era
girðingar mörgum þymir í augum. I ljósi þessara rannsókna er hægt að ráðleggja að
setja ekki á undan þeim ám sem koma af viðkvæmum svæðum og jafnvel slátra þeim,
sem þaðan koma.
Forystuljárstofninn er lítill og lítt rannsakaður. Ekki er vitað til að forystuhæfileikar,
eins og þeir er skilgreindir hjá íslenska forystufénu, sé til annarstaðar en á Islandi
(Lárus G. Birgisson, 1993). Islendingum ber því skylda til að rannsaka forystuféð og
er þar margt órannsakað, eins og frekari samanburðarrannsóknir. En rannsókna er
tvímælalaust þörf á forystueiginleikanum sjálfum, t.d. hvað það er í fari forystuánna
sem fær annað fé til að fylgja því, að því er virðist, skilyrðislaust.