Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 343
MÁLSTOFA H - AÐBÚNAÐUR OG HEILBRIGÐI BÚFJÁR | 341
Mælingar á seigju
Mælingar voru gerðar með Texture Analyser frá SMS Englandi. Notuð var Wamer-
Bratsler aðferð sem mælir vöðva eftir hitun í vatnsbaði með því að skera þvert á
vöðvaþræði og sá hámarkskraftur(N) sem þarf til að skera sýnið í sundur er
mælikvarði á seigju vöðvans. Fervikagreining (ANOVA) var notuð við tölffæðilega
úrvinnslu á samanburði á meymi í kjöti við mismunandi aðstæður.
Niðurstöður
í 2. töflu er yfírlit um aðstæður í sláturhúsunum í úttektinni og helstu niðurstöður.
Þrjú þeirra notuðu „haus“- aðferðina við deyðingu og þrjú „haus-bak“-aðferðina.
Verklag við deyðingu var alls staðar í lagi. Tími frá stungu þar til haus var skorinn var
frá 15 sekúndum til 4 mínúta. Háræðablæðingar voru meira áberandi í húsum sem
nota „haus“- aðferðina og í þeim húsum vom einnig gerðar athugasemdir við
blóðtæmingu. Kælitími þ.e. tíminn frá því skrokkamir komu í kjötsal þar til þeir voru
frystir var minnstur 4 tímar og mestur 22 tímar. Hiti í skrokkum við frystingu var frá
4- 22 °C.
2.tafla. Niðurstöður úttektar á aflífunar- og kæliaðferðum í sauðfjársláturhúsum
haustið 2008
Sláturhús 1 2 3 4 5 6 7
Með raforvun Nei Nei Nei Já Nei Nei Nei
Aðferð við deyðingu H HB HB HB H H H
Verklag við deyðingu í lagi f lagi í lagi í lagi í lagi í lagi í lagi
Aðferð við blæðingu B B B B HS HS B
Tími að hausskurði 18 s 4 m 22 s 35 s 30 s 4,30 m 19 s
Háræðablæðingar Já Nei Nei Nei Já Já Já
Blóðtæming Ath. í lagi í lagi í lagi í lagi Ath Ath
pH eftir slátrun 7,02 6,67 6,61 6,46 7,13 6,99 7,03
pH við frystingu 5,61 5,65 5,93 5,55 5,77 6,56 5,88
Kælitími.klst 22 21 6 20 22 4 12
Hiti við frystingu 11,0 4,3 14,9 5,9 3,9 20,6 6,6
H= Haus; HB= HausÆak; B= Bógstunga; HS= Hálsskurður. (SLl og SL7 eru sama sláturhúsið).
Mælingar gerðar á 15 kg R2 skrokkum.
Deyðingaraðferð hafði áhrif á dauðastirðnunarferlið. Þar var komið mun lengra í
skrokkum lamba í húsum sem nota „haus-bak“ aðferðina. Kælitími er greinilega of
stuttur í sumum húsum. Þannig var sýrustig við frystingu hæst þar sem hann var
stystur og vel yfir 6,0 í húsinu þar sem hann var 4 tímar.