Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 351
VEGGSPJÖLD | 349
Aðbúnaður og vöxtur nautgripa til kjötframleiðslu
Anna Lóa Sveinsdóttir
Landbúnaðarháskóla Islands
Inngangur
Gripir alast upp við mismunandi aðstæður þar sem hver bóndi hefur sínar skoðanir um
hvemig á að ná góðum árangri í framleiðslu nautakjöts. Astæður fyrir mismunandi
árangri, getur verið munur á aðbúnaði, fóðurgæðum og fóðrunaraðferðum eða jafnvel
vali á gripum til kjöteldis.
Aðbúnaður geldneyta á milli býla er mjög breytilegur. Vaxtarrými, gólfgerð og átpláss
era meðal þessara þátta. Fjöldi gripa í stíu (þéttleiki stíu) hefúr meiri áhrif á vöxt gripa
en stærð stíunnar (Morrison ofl. 1981) en hvoru tveggja lýsir vaxtarrými sem gripir
hafa í stíunni. Lítið vaxtarrými hefur neikvæð áhrif á vöxt gripa (Andersen ofl. 1997)
þar sem fóðurnýting og legutími gripa er minni í litlu vaxtarrými (Fisher ofl. 1997).
Gólfgerð hefur áhrif á fótgrip, leguatferli (Gygax ofl. 2007) og hreinleika gripa í stium
(Lowe ofl. 2001). í íslensku aðbúnaðarreglugerðinni (nr. 438/2002) stendur að 4 gripir
megi vera um hvert átpláss í lausagöngu með stöðugt fóður en hver gripur (400 kg)
þurfl 0,55 m átpláss sé það skammtað. Einnig segir reglugerðin að láginarksrými fyrir
gripi 100-150 kg lífþunga sé 1,5 nr/grip, fyrir gripi 150-200 kg 1,7 m2/grip og loks
fyrir gripi >220 kg lífþunga 1,8 m2/grip.
Haustið 2008 var gerð athugun þar sem unnið var með sláturgögn frá Norðlenska og
úttektargögn af 22 bæjum á Norður- og Austurlandi, til að kanna aðbúnað og vöxt
nautgripa í kjötframleiðslu. Tilgangur verkefnisins var að finna út vaxtarhraða
nautgripa hjá bændum og fá yflrsýn yflr þann aðbúnað sem gripir eru aldir við.
Markmið verkefnisins var tvíþætt. Annars vegar að reyna að svara spumingunni (A)
“eru bændur að fullnýta vaxtargetu gripa til kjötframleiðslu ? “ og hins vegar (B) “er
aðbúnaður og fóðrun nautgripa í Igötframleiðslu ábótavant miða við kjöraðbúnað
samkvœmt rannsóknum? “
Verkefnið er hluti af starfsmiðuðu mastersnámi í búvísindum undir leiðsögn Þóroddar
Sveinssonar og Snorra Sigurðssonar við Landbúnaðarháskóla íslands. Þessi grein er
byggð á mastersverkefninu sem enn á eftir að fullklára og því verður einungis
aðbúnaðarhlutinn af verkefninu (B) tekinn fyrir. Verkefnið var styrkt af
Framleiðnisjóði Landbúnaðarins.
Efni og aðferðir
Þrjár vikur í september 2008 var farið í úttekt á 22 bæjum á Norður- og Austurlandi
þar sem skráður var aðbúnaður 1155 nautgripa til kjötframleiðslu. Unnið var eftir
stöðluðum eyðublöðum, sem voru aðlöguð fyrir þessa úttekt, þar sem t.d. er mælt
vaxtarrými, átpláss eða hreinleiki gripa og stíu metinn (Anna Lóa Sveinsdóttir 2009).
Fleiri þættir voru mældir í þessari úttekt, s.s. þeir sem koma fram í 1 .töflu, en verða
ekki gerð nánari skil hér. Aðbúnaðarmatið var skipt upp í fjóra flokka, þ.e.
einstaklingsupplýsingar, nærumhverfl gripa (innréttingar), fóðrunaraðstaða og
fjærumhverfí gripa (loftslag og þrif). Bændur voru einnig spurðir spurninga m.a. til að
reyna að fá sýn þeirra á uppeldið og fóðran gripanna.
Sláturgögn voru fengin hjá Norðlenska fyrir öll ungnaut slátrað 2007 og úr því vora
teknar sláturupplýsingar fyrir úttektarbæina. Sláturgögnin samanstóðu af sláturdegi,
fallþunga og flokkun gripa. Þá var sláturgögn samkeyrð við skýrsluhaldsgögn frá