Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Qupperneq 354
352 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Meðalátpláss á úttektarbúunum var 0,63 m/grip en var mjög breytileg eða frá 0,44 til
1,53 m/grip. Meðalátpláss gripa með frjálst aðgengi er 0,55 m/grip en 0,86 m/grip
fyrir gripi með skammtað aðgengi. Einungis einn bær var með átpláss minna en 0,55
m/grip fyrir skammtað aðgengi sem er lágmarkspláss samkvæmt
aðbúnaðarreglugerðinni (nr. 438/2002). Aðrir sem voru með minna en 0,55 m/grip
voru með frjálst aðgengi.
1. tafla. Yfirlit yfir nokkra úttektaþætti innan úttektaflokka á 22 völdum bæjum á Norður- og
Austurlandi.
Einstakingsupplýsingar % gripa Fjærumhverfi % gripa
aðkeyptir gripir 17, 7 Loftræstikerfi
hníflóttir gripir 3,6 yfirþrýstings kerfi 2,8
hyrntir gripir 3,4 jafnþrýstings kerfi 12,1
íslenskir gripir 96,2 undirþrýstings kerfi 25,9
Limosine gripir 0,4 náttúrulegt 56,8
A. Angus gripir 2,1 Mat á andrúmslofti húsa
Galloway gripir 1,4 létt, lyktarlaust 11,5
Nærumhverfi útihúsailmur 50,3
Framhlið við fóðurgang þungt loft 20,7
bogagrind 43,5 sterk lykt, svíður í augu 17,5
skágrind 45,9 næturlýsing 71,1
lásagrind 3,8 óvæntur hávaði 37,3
aðrar grindur 6,8 stöðugur hávaði 38,0
bursti/klóra hvergi með aðstæður til þrifa t.d. stígvél 54,5
Fóðuraðstæður Hlað
Brynningaraðferð stórt þrifarlegt 35,6
vatnsker 13,8 stórt subbulegt 39,7
vatnsskál 26,2 lítið þrifarlegt 6,3
sogventlar 59,8 lítið subbulegt 18,4
Staðsetning brynningar bændur hugsa fyrir smiti 20,3
við vegg 46.6 eldvamarkerfi hvergi
út í horni 4,3 Aðgengi sláturbíls
utan við framhlið 23,6 gott 48,9
innan við framhlið 24,4 sæmilegt 38,7
aðgengi að bætiefni 12,9 erfitt 12,4
sleikja gólf á fóðurgangi 9,1 með önnur dýr í sama húsi 3,0
Vaxtarrými gripa
Einungis tveir gripir voru bundnir á bás af öllum gripum sem skoðaðir voru og 4 af 22
(18%) bæjum voru með gripi á sumarbeit, þ.a. einn sem var með naut úti. 82% gripa
voru í stíum, 5% í stíum með legusvæði en 13% í stíum með sérstökum legubásum.
Meðalvaxtarrými fyrir stíur með legusvæði/-bása var 3,6 m2/grip en 2 m2/grip fyrir
stíur án legusvæða/-bása. Meðalvaxtarrými allra bæja var 2,3 nr/grip. Á 4. mynd má
sjá meðalvaxtarrými gripa miða við aldursflokka og staðalfrávikin sem eru innan
hvers flokks fyrir sig. Hlutfall bæja sem voru með minna meðalrými miða við viðmið