Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 363
VEGGSPJÖLD | 361
Nokkru munaði á gróðurfari tilraunareitanna við Kárahnjúka og Blöndulón. Fjalldrapi
(Betula nana) var stórt hlutfall þekju mólendis við Blöndulón en við Kárahnjúka var
þekja smárunna lægri og voru þar aðallega lágvaxinn loðvíðir (Salix lanata) og
íjallavíðir (Salix arcticá). Fjalldrapi þoldi sandinn betur en flestar aðrar tegundir.
loðvíðir, íjallavíðir, túnvingull (Festuca richardsonii) og klóelfting (Equisetum
arvense) voru einnig nokkuð þolnar. Þolmörk flestra háplöntutegunda lágu við 1-2 cm
af sandi. Mosi þoldi lítinn sem engan sand og hvarf fljótt úr nánast öllum
sandmeðferðum. Því voru áhrif áfoks á mosaþembu við Blöndulón mikil. Við
Blöndulón var nokkuð um þúfur og gat sandur safnast þar fyrir og gróður vaxið á
þúfnakollum en við Kárahnjúka var landið sléttara. Svo virðist sem bæði hæð og gerð
gróðurs skipti miklu máli varðandi þol gegn áfoki.
Ályktanir og lokaorð
Niðurstöðumar sýndu að hálendisgróður við Hálslón og Blöndulón þoldi lítið áfok og
var lengi að jafna sig eftir einstaka áfoksatburði. Endurtekið áfok með fárra ára
millibili gæti því eytt öllum gróðri af þessum svæðum. Þó má ætla að fínni sandur en
notaður var í tilraunina, í líkingu við áfokssand á svæðinu, hafi minni áhrif á
gróðurinn en sá er notaður var. En tilraunin gefúr eigi að síður hugmynd um þol
gróðurs fyrir áfoki. Til mikils er því að vinna að koma í veg fyrir eða draga úr hættu á
áfoki yfir viðkvæm gróðurlendi hálendisins.
Heimildir
Hotes, S., Poschlod, P., Takahashi, H., Grootjans, A. P. & Adema, E. 2004. Effects of tephra deposition
on mire vegetation: a fteld experiment in Hokkaido, Japan. Journal ofEcology 92: 624-634.
Kent, M., Owen, N. W., Dale, P., Newnham, R.M. & Giles, T.M. 2001. Studies of vegetation burial: a
focus for biogeography and biogeomorphology? Progress in Physical Geography 25: 455-482.
Kristín Svavarsdóttir & Ása L. Aradóttir 2006. Innlendar víðitegundir og notkun þeirra í landgræðslu.
í: Innlendar víðitegundir: Líffrœði og notkunarmöguleikar i landgrœðslu (ritstjóri Kristín
Svavarsdóttir). Bls. 9-20. Landgræðsla ríkisins, Gunnarsholt.
Lbhí & Lr 2004. Hálslón. Styrking gróðurlendis og fleira. Skýrsla geftn út af Landbúnaðarháskóla
íslands, Landgræðslu ríkisins og Landsvirkjun. LV-2004/153.
Maun, M. A. 1998. Adaptations of plants to burial in coastal sand dunes. Canadian Journal ofBotany
76: 713-738.
Ólafur Arnalds & Fanney Ósk Gísladóttir 2001. Hálsíón. Jarðvegur ogjarðvegsrof. Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, Reykjavík.
Zobel, D. B. & Antos, J. A. 1997. A decade of recovery of understory vegetation buried by volcanic
tephra fforn Mount St. Helens. Ecological Monographs 67: 317-344.