Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 365
VEGGSPJÖLD | 363
kg/ha enda uppskera rýgresis mjög lítil á sáningarári. Auk þess var úrkoma mikil og
sumarið kalt og hvort tveggja hefur dregið úr vexti og nítumámi.
Við 60 kg/ha N í áburði vom 59% af N í rýgresi flutt frá Uniharvest eða 2.8 kg/ha N
en ffá Marri kom 31% af N í rýgresi eða 2,5 kg/ha Áhrif sambýlis með lúpínu á
níturupptöku rýgresis mældust hins vegar ekki með mismunaðaferð.
1. tafla. Níturflutningur frá fóðurlúpínu til vetrarrýgresis í tilraun á móajörð í
Gunnarsholti 1983.
Áborið N kg/ha Frá Uniharvest Frá Marri
Meðaltal Staðal- skekkja Meðaltal Staðal- skekkja
% af N í vetrarrýgresi
20 32,8 7,3 18,6 3,4
60 58,5 5,6 30,5 8,3
kg/ha N
20 1,18 0,26 0,63 0,15
60 2,81 0,95 2,48 0,56
Flutningur N til vetrarrýgresis ffá lúpínu var árið 1984 var 2,8 kg, en heildaraukning
N í rýgresinu vegna sambýlis var 6,3 kg/ha N, 2. tafla.
2. tafla. Flutningur N frá fóðurlúpínu, yrki Uniharvest og heildaráhrif lúpínu á N
upptöku sambýlisplantna. e.m. = ekki marktækt (P>0,05. P gildi úr t próti fyrir
fráviki frá 0).
1983 1984 1985 24.10 1986
Flutninsur N frá lúpinu til sambýlisplöntu kg/ha N
Vetrarepja 1985 2 e.m.
Vetrarrýgresi 1983, 1984, 1985 1,2-2,8 2,8 e.m.
Sumarrýgresi 1984 e.m.
Sumarhafrar 1984, 1985, 1986 e.m. e.m. e.m.
Sambýlisáhrif, N sparnaður + flutningur kg/ha N
Vetrarrepja 1985 6,4
Vetrarrýgresi 1983, 1984, 1985 e.m. 6,3 e.m.
Sumarrýgresi 1984 6,9
Sumarhafrar 1984, 1985, 1986 14,5 e.m. e.m.
Sambýlisáhrif eða heildaraukning N í rýgresi vegna sambýlis er mæld sem, mismunur
á N í rýgresi í blöndu og í hreinrækt að teknu tilliti til mismunandi sáðmagns í
hreinrækt og blöndum.
Mismunurinn á sambýlisáhrifum í heild og fluttu N til vetrsrrýgresis 1984 var 3,5
kg/ha N og telst vera vegna nítursparandi áhrifa lúpínunnar. Sambýlisáhrifin í heild
(6,3 kg/ha N) eru í þessu tilviki tvíþætt, flutningur frá lúpínu og N-sparandi áhrif.
2 Skyggðir reitir tákna að plöntutegund í fyrsta dálki sömu línu hafi ekki verið í tilraun það árið