Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 366
364 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Flutningurinn var 23% af heildarmagni N í rýgresi en sambýlisáhrifm voru alls 50%
af N í rýgresinu.
Þurrkasumarið 1985 mældist enginn flutningur N til rýgresis, en sambýlisáhrif vegna
N sparandi áhrifa lúpínunnar voru 6,4 kg/ha N í vetrarepju. Árið 1983 var úrloma
mikil og marktækur flutningur mældist frá báðum lúpínuyrkjunum við báða
áburðarskammta af N.
Niðurstöður tilraunanna 1984-86 benda til þess að áhrif einærrar lúpínunnar á
níturupptöku sambýlisplöntu úr jarðvegi séu háð tegund sambýlisplöntu og
vaxtarskilyrðum (árum), 2. tafla.
Samkvæmt niðurstöðum 1984 á flutningur N frá lúpínu sér helst stað til yrkja með
svipaðan vaxtarferil og lúpínan, fremur til vetraryrkja en sumaryrkja. Flutningur
mældist til vetrarýgresis 1983 og 1984. Enginn flutningur mældist til sumaryrkja af
rýgresi og höfrum. Sumaryrkin nutu engu að síður sambýlisins og upptaka þeirra á N
úr jarðvegi var meiri á plöntu en í hreinrækt en einungis í besta sprettuárinu 1984.
Þurrkur virðist draga úr líkum á flutningi N frá belgjurtinni til sambýlisplöntu miðað
við niðurstöður 1985, en þá mældist flutningur ekki marktækur, hvorki til sumarhafra
eða til vetraryrkja af rýgresi og repju.
Sambýlisáhrif mælast 1984 í vertrarrýgresi, sumarrýgresi og sumarhöfrum, 2. tafla.
Sambýlisáhrif mældust einnig í vetrarrepju 1985, en ekki til vetrarýgresis eða
sumarhafra. Af þessum þremur tegundum er vetrarrepjan síðsprottnust. Af Qórum
sláttutímum voru sambýlisáhrif lúpínu á N upptöku vetrarrepju 1985 marktæk í
tveimur síðustu sláttutímunum 4. október 3 kg/ha (P=0,05) og 24.október 6 kg/ha
(P=0,01). Annars voru sambýlisáhrif ekki marktæk árið 1985.
Á heildina litið var flutningur N frá lúpínu til sambýlisplantna lítill enda var vöxtur
sambýlisplantnanna lítill á sáningarári. Flutningur mældist eingöngu til vetrarýgresis í
tveimur árum af þremur sem vetrarrýgresið var með í tilraun. Þurrkur árið 1985 virðist
kom í veg fyrir flutning til veraryrkja af rýgresi og repju.
Að öllu athuguðu er níturflutningur frá fóðurlúpínu til sambýlisplöntu háður árferði og
yrki. Auk þess nýtur sambýlisplanta þess hvað lúpínan tekur lítið N úr jarðvegi og
kemur það fram í auknu próteininnihaldi í sambýlisplöntum lúpínu miðað við prótein í
sömu tegund í hreinrækt eins fram hefur komið í þessum rannsóknum.
Hvítsmári
Áhrif hvítsmára á níturupptöku túnvinguls voru könnuð á sáningarári í tilraun á Korpu
1986. Heildaráhrif hvítsmára (N flutningur + N sparnaður) á N upptöku túnvinguls
voru 65 % af N í túnvingli og eru marktæk (P=0,002), 3. tafla. Flutningur N frá smára
(N15 þynningaraðferð) mældist 17 % af N í hvítsmáranum en er langt frá því að vera
marktækur (P = 0,42). Sambýlisáhrifín eru því að mestu vegna N sparandi áhrifa
hvítsmárans. Sambýlisáhrifm í einum slætti á sáningarárinu eru aðeins 1 kg/ha N en
marktæk. (t=3,7 og P=0,014) en flutningur N frá hvítsmára til túnvinguls (N15
þynningaraðferð) 0,2 kg/ha var hins vegar ekki marktækur (t=0,83 og P=0,45).