Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 368
366 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Áhrif smitunar með rótarbakteríum og áburðar á níturnám úr lofti
Friðrik Pálmason, Halldór Sverrisson og Jón Guðmundsson
Landbúnaðarháskóla Islands, Keldnaholti
Sumarið 1984 var nítumám úr lofti mælt í einærri bláblóma lúpínu (Lupinus
angustifolius, yrki Uniharvest) i hreinrækt og þremur mismunandi sáðblöndum. Með
lúpínunni voru tvö yrki af einæm rýgresi (Lolium multiflorum Lam.) annað
snemmsprottið, sumaryrki, (var. westerwoldicum, Billion) hitt síðsprottið, vetraryrki
(var. italicum, Tetila) og auk þess hafrar, (Avena sativa L., Sol II), sem eru
snemmsprottnir. Sáningar- og áburðardagur var 30. maí. Uppskemdagur var 23.
september.
Lúpína í hreinrækt var í þremur tilraunaliðum;
1. Lúpína smituð með hnýðisbakteríum, níturáburður 30 kg/ha N
2. Lúpína ósmituð, níturáburður 30 kg/ha N
3. lúpína ósmituð, níturáburður 60 kg/ha N
Smitun lúpínu við 30 kg/ha N í áburði hefur ekki aukið nítumám svo marktækt teljist
miðað við 5 % líkindamörk en aukning fyrir smitun í kg/ha N var engu að síður 35
kg/ha N að meðaltali, 1 tafla, 1. mynd. (B ósmitað og A smitað). Hugsanlegt er að
nítumámsbakteríur frá nálægum sáningum af Alaska lúpínu hafi verið til staðar í
jarðvegi og hafi aukið breytileika í smitun róta.
Níturnám úr lofti
% af N í lúpínu
Ræktun
A-C. Lúpína í hreinækt
A. Lúpína smituð, áborið N 30 kg/ha B. Lúpína ósmituð, 30 N C. Lúpína ósmituð, 60 N
D-F. Lúpína í blöndum, smituð, áborið N 30 kg/ha
D. Lupína með sumarrýgresi E. Lúpína með vetrarrýgresi F. Lúpína með sumarhöfrum
1. mynd. Ahrif smitunar, N-áburðar og sambýlisplantna á nítumám fóðurlúpínu,
1984.
Aukning áburðar úr 30 í 60 kg/ha N hefur ekki dregið úr nítumámi (kg/ha N).
Reyndar mældist nítumám að meðaltali 1,4 kg/ha N meira við 60 N, en aukningin er
alls ekki marktækt (t=0,l og P> 0,05, 1. tafla neðsta lína).
Hins vegar hefur hlutdeild nítumáms úr lofiti í nítumpptöku lúpínunnar minnkað
vegna þess að framboð á N í jarðvegi hefur aukist með auknum níturáburði.