Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 369
VEGGSPJÖLD | 367
Breytingin var 5,5 prósentustig og er marktæk (t= 5,2 og P=0,001, 1. tafla neðsta
lína).
I pottatilraunum með ertur fengust sambærilegar niðurstöður Erik Steen Jensen
(1986). Níturnám g N /pott minnkaði ekki við lægstu skammta 0,3 og 0,6 g/pott N frá
því sem mældist án níturáburðar, en minnkaði við 1,2 g/pott og 2,4 g/pott. Hins vegar
minnkaði hlutur nítumáms í N upptöku strax við minnsta skammtinn af N áburði og
fór stöðugt minnkandi við vaxandi skammta. Nítumámið var 82,1 % án N-áburðar
76,9 % við minnsta skammtinn og 7,6 % við stærsta skammtinn.
Nítumám í hreinrækt af smitaðri fóðurlúpínu við 30 kg/ha N í áburði var 214 kg/ha
(sbr 1. töflu) en var um helmingi minna í smitaðri lúpínu í blöndum við sömu
áburðargjöf (sbr. mismun á hreinrækt og blöndum í 1. töflu á bilinu 90-128 kg/ha N)
og munurinn er marktækur. Niðurstaðan samræmist því, að í blöndunum var sáð
helmingi minna af lúpínuffæi en í hreinrækt.
1. tafla. Áhrif smitunar, N-áburðar og sambýlisplantna á nítumám fóðurlúpínu, 1984.
Bonferroni eftirpróf við einþátta variansgreinngu.
Níturnám % af N I lúpínu Níturnám kg/ha
Samanburöur tilraunliða Mismunur t P gildi Mismunur t P gildi
Smituð lúpína 30 N vs ósmituð 30 N 1,7 1,6 P > 0.05 34,7 1,8 P > 0.05
Smituð lúpína 30 N vs ósmituð 60 N 7,2 6,8 P < 0.001 36,1 1,9 P > 0.05
Lúpína hreinrækt vs lupína + sumarrýgresi -2,1 2,0 P > 0.05 128,4 6,6 P < 0.001
Lúpína hreinrækt vs lupína + vetrarrýgresi -3,7 3,5 P < 0.01 90,4 4,7 P < 0.001
Lúpína hreinrækt vs lupína + sumarhafrar -3,1 2,9 P < 0.05 114,7 5,9 P < 0.001
Lúpína ósmituð 30 N vs lúpína ósmituð 60 N 5,5 5,2 P< 0.001 1,4 0,1 P > 0.05
Athyglisvert er að yrki að minnsta kosti sumra tegunda belgjurta þola misvel
níturáburð með tilliti til áhrifa áburðarins á níturnám úr lofti. Níturþolin yrki af
belgjurtum henta vel í blöndum með plöntum sem ekki vinna N úr lofti. Það kann að
breyta vemlega ræktunarmöguleikum á blöndum af belgjurtum með öðrum
fóðurjurtum sem gera meiri kröfur til níturáburðar, en em sveltar við lítinn eða engan
níturáburð sem hentar belgjurtinni oftast betur.
Rannsóknir benda til þess að mismunandi sé hve mikinn níturáburð einstök yrki
belgjurta þoli án þess að dragi úr nítumámi úr lofti eins og cftirfarandi heimildir eru
dæmi um:
1. í einu yrki soyabauna af átta var nítumám úr lofti jafn mikið við 100 kg/ha N í
áburði og við 20 kg/ha en nítumámið var marktækt minna í 7 yrkjum við
stærri N skammtinn, Guðni Harðarson, Felipe Zapata og Seth K.A. Danso,
1984. Niðurstöðumar voru ótvíræðar þar sem þær voru í fyrsta lagi á sama veg
með tvenns konar óháðum mælingaaðferðum (N1þynningaraðferð, sem
byggir á notkun áburðar sem er merktur með auknu hlutfalli af N15 samsætu
umfram náttúrulegt magn og acetylen aðferð sem mælir virkni nítumáms í