Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 372
370 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Áhrif umhverflsþátta á niðurstöður kjötmats á lambakjöti
María Þórunn Jónsdóttir og Emma Eyþórsdóttir
Landbúnaðarháskóla Islands
Útdráttur
Liðin eru 10 ár síðan EUROP flokkunarkerfi á lambakjöti var tekið upp hér á landi.
Kjötmatsniðurstöður hafa síðan þá verið nýttar við útreikninga á kynbótamati fyrir
íslenskt sauðfé og niðurstöðumar leiðréttar að jöfnum fallþunga. Nokkrar breytingar
hafa orðið á skipulagi slátrunar á þessu tímabili auk þess sem byrjunarörðugleikar við
framkvæmd þess ættu að vera að baki. Markmið verkefnisins var því að kanna hvort
fallþungaleiðrétting væri fullnægjandi fyrir kynbótauppgjör kjötmatseinkunna eða
hvort ástæða væri til að taka tillit til fleiri þátta. Enn fremur skyldi kannað hvort
hugsanlegt ósamræmi milli sláturhúsa/landshluta sæist á gögnum yfir tíma og lagt mat
á þróunina. Unnið var með gögn úr skýrsluhaldi sauðljárræktarinnar sem
Bændasamtök Islands halda utan um. Gagnasafnið innihélt upplýsingar um 264.668
lömb. Ahrif árgangs (fæðingarárs), bæjar, fallþunga (1. og 2 gráðu fall), kyns, aldur
ær sem lamb gekk undir, þess hvemig lamb gekk undir á kjötmatseinkunnir vom
könnuð auk allra mögulegra tveggja-þátta samspilsáhrifa. Helstu niðurstöður
verkefnisins voru þær að fallþungaleiðrétting virðist fullnægjandi fyrir
holdfyllingareinkunnir en fítueinkunnir ætti að leiðrétta fyrir kyni lambs auk
fallþunga. Breytileiki milli bæja og ára er allmikill og tekið er tillit til beggja þátta við
kynbótauppgjör. Aðrir þættir sem prófaðir voru skýrðu lítinn hluta breytileika í
kjötmatseinkunnum. Samræmi í kjötmatsniðurstöðum hefur batnað síðan 1998 en fúllt
samræmi er þó ekki komið á.
Lykilorð: lambakjöt, kjötmat, umhverfisáhrif, EUROP
Inngangur
Frá því að EUROP kjötmatið var tekið upp hér á landi árið 1998 hefur verið reiknað
kynbótamat fyrir gripi byggt á kjötmatseinkunnum og niðurstöðumar leiðréttar að
jöfnum fallþunga (Jón Viðar Jónmundsson, 2000a). Þegar EUROP matið var tekið
upp kannaði Sigbjöm Oli Sævarsson áhrif umhverfisþátta á niðurstöður kjötmats.
Niðurstöður hans vom þær að bú og fallþungi skýrðu mestan hluta breytileikans í
niðurstöðum kjötmatsins bæði vaxtarlags- og fituflokkun (Sigbjöm Óli Sævarsson,
1999). Bennett, Kirton, Johnson, & Carter, (1991) rannsökuðu erfða- og
umhverfisáhrif á skrokkeiginleika Southdown x Rornney blendinga og töldu þeir
nauðsynlegt að íhuga leiðréttingar fyrir kyni og fallþunga við úrval fyrir
kjöteiginleikum. Fleiri rannsóknir á svipuðu efni gefa einkum til kynna áhrif kyns
(Bedhiaf Romdhani & Djemali, 2006) og þunga (Nasholm, 2002; Fogarty, o.fl., 2005)
á vefjahlutföll lamba. Vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur á framkvæmd matsins
hér á landi og þeirra breytinga sem orðið hafa á skipulagi slátrunar er ástæða til að
endurmeta þörfina á leiðréttingum og kanna hvort fallþungaleiðrétting sé fullnægjandi
fyrir kynbótamatið eða hvort taka þurfi tillit til fleiri atriða. Einnig er mat lagt á þróun
kjötmatsins yfir þann tíma sem liðinn er síðan það var tekið upp hér á landi.
Efni og aðferðir
Gögn vom fengin úr skýrsluhaldi sauðfjárræktarfélaganna frá árunum 1998-2005 sem
Bændasamtök Islands halda utan um. Valin vom gögn frá 57 allstómm búum í