Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 375
VEGGSPJÖLD | 373
4. tafla. Metin áhrif fallþunga, kyns, aldurs ær og hvemig lamb gekk undir á einkunn
fyrir holdfyllingu og fitu samkvæmt REML uppgjöri (líkan 2). Stuðull fyrir gimbrar
sýnir mun milli gimbra og hrúta.
Breytiþáttur Holdfylling 0 s „ Staðalskekkja Stuðull mismunar Stuðull Fita Staðalskekkja mismunar
Fallþungi (stig/kg) 0,4042 0,00145 0,4878 0,00124
Kyn Hrútur Gimbur 0,0000 0,4685 0,00636 0,0000 0,8443 0,00544
Af þeim samspilsáhrifum sem könnuð voru skýrði samspil milli árgangs og bús
langmest af breytileika gagnasafnsins. Fogarty o.fl. (2005) töldu samspilsáhrifin milli
árs og staðar endurspegla breytileika í áferði, sláturtíma og meðferð á hverjum stað frá
ári til árs og á það eflaust við hér líka. Aðrir þættir skýrðu ekki stóran hluta
breytileikans en höfðu samt nokkur áhrif. Ahrif þess hvemig lamb gekk undir og aldur
móður reyndust þau að einlembingar vom jafnan feitari og slakari að holdfyllingu en
tví- og þrílembingar og lömb undan ám þriggja vetra og eldri reyndust slakari að
holfyllingu og feitari en lömb yngri áa. Þessar niðurstöður em í nokkm ósamræmi við
erlendar niðurstöður. Fogarty o.fl. (2005) fundu út að lömb, við jafnan fallþunga, sem
gengu undir sem tvílembingar vora feitari en þau sem gengu ein undir. Samkvæmt
Roden, Merrell, Myrray og Haresign (2003) eru lömb yngri áa voru jafnan slakari að
holdfyllingu og magrari en lömb eldri áa.
Líkan 2 skýrði hlutfallslega mest af breytileika í gögnunum en sumir þættir þess bættu
þó litlu við skýringarhlutfall líkansins og því tæplega ástæða til að taka tillit til þeirra
allra í kynbótauppgjöri á kjötmatseinkunnum. Þeir þættir sem eftir standa og ætla má
að taka þurfi sérstakt tillit til við útreikningana auk bús og árs eru því fallþungi og
kyn. Samspilsáhrifum milli árgangs og bæjar er sleppt úr líkaninu með þeim rökum að
áhrifin séu lítil samanborið við stærstu áhrifaþættina (fallþunga og bú) auk þess sem
kynbótaframfarir um allt land hafi stuðlað að aukinni einsleitni fjárins varðandi
kjötmatseiginleika. Eftirfarandi líkan (líkan 3) ætti því að vera fullnægjandi fyrir fost
hrifí kynbótauppgjöri kjötmatseiginleika:
y,jk = ár, + bærj + b(xiJk -x) + kynk + eJkl (Hkan 3)
Líkanið sem hér hefur verið sett fram byggir á upplýsingum um fleiri lömb frá lengra
tímabili en líkan Sigbjöms Óla Sævarssonar (1999) sem kynbótamatið hefur hingað til
byggt á. Það er því óhætt að ætla að heldur nákvæmara kynbótamat fyrir
kjötmatsþætti megi fá með notkun þess líkans sem hér hefur verið sett fram.
Niðurstöður þessa verkefnis gefa því tilefni til að meta erfðastuðla fyrir EUROP-
kjötmat að nýju.
Breytileiki í kjötmati lamba milli landshluta er yfirleitt allmikill en erfitt að greina
hversu stór hluti er vegna ósamræmis í kjötmatinu í ljósi þess hve margir aðrir þættir
hafa áhrif. Áætluð áhrif samspils milli árgangs og áhrifamestu umhverfisþáttanna
fallþunga og kyns sýna allmikinn breytileika milli ára en eftir árið 2003 kemur fram
tilhneiging til aukins stöðugleika.