Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 378
376 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
mjólkuróþols og/eða mjólkurofnæmis (laktósi getur einnig verið orsök) sökum stærðar
próteinanna. Með því að vatnsrjúfa þessi prótein er dregið verulega úr þeim þáttum
sem valda ofnæminu/óþolinu (Pescuma et.al, 2008).
Verð á markfæði er mjög hátt. Heilsumeðvitað fólk er tilbúið að greiða hátt verð fyrir
vörur sem hafa möguleika á því að bæta heilsu þess og þannig lífsgæði. í mörgum
löndum eru vörur sem hafa blóðþrýstingslækkandi áhrif vinsælar og eru að verða
mikilvægur hluti markaðarins (Mellentin, 2006). Með því að framleiða markfæði úr
mysu er möguleiki á að auka verðmæti hennar til muna og mögulega hámarka þau.
Tilgangurinn með þessari tilraun var að rannsaka blóðþrýstingslækkandi áhrif
ostamysu og mismunandi mjólkurafúrða sem þegar eru á markaðnum. Nýta má
niðurstöður til þess að benda á notkunarmöguleika mysupróteina og sem grunn að
þróun á vatnsrofnum próteinum sem nýta má sem innihaldsefhi í markfæði.
2. Efni og aðferðir
2.1. Efni
2.1.1. Sýni
Mismunandi sýni (tafla 1) voru fengin frá matvælaframleiðendum. Sýnin voru sett í
skilvindu í 10 mínútur við 20.000 x g (Beckman Coulter TM, Avanti J-20 XPI
centrifuge,) við 4-8 °C. Flotinu var safnað saman og það síað í gegnum 0.45 pm
sprautusíu (e. syringe filter). Þá voru sýnin frostþurrkuð. Frostþurrkuðu sýnin voru
leyst upp í 0.1 M fosfat buffer pH 7.5 áður en þau voru greind.
Tafla 1. Sýni. Upplýsingar á umbúðum varanna
Nr Sýni Prótein Kolvetni Fita
Framleiðandi [g/100 g] [g/100g] [g/100 g]
1 Skyr MS 11,5 3,3 0,2
2 Skyr óhrært KEA 13,3 3,9 0,2
3 Skyr hrært KEA 13,3 3,3 0,5
4 Mysa MS 0,4 4,2 0,0
5 Ostamysa KS
6 Súrmysa Norðlenska*
*Mysa notuð súrsunar matvæla, útveguð af Norðlenska
2.2. Aðferðir
2.2.1. ACE hamlandi virkni
ACE virkni var mæld með aðferð Vermeirssens o.fl. (2003) með nokkrum
breytingum. Eimað vatn (blindsýni) eða hamlandi lausnin (100 pl) var blandað við 25
pl af 0.2 U/ml ACE (angiotensin converting enzyme) úr kanínulunga (Sigma A 6778;
Sigma-Aldrich) og lausnin forhituð í vatnsbaði við 37°C í 2 mín. Því næst var 900 ul
af hvarfefnalausninni (0.5 mM N-[3-(2-Furyl)acryloyl]-Phe-Gly-Gly í 50 mM Tris-
HCl buffer sem innihélt 300 mM NaCl við pH 7.5, Sigma-Aldrich) bætt í og hitað í
aðrar 2 mín. Lausnin var sett í hitaðan kúvettuhaldara-ljósgleypnimæli (e.heated
cuvette holder spectrophotometer) (Ultrospec 3000 pro UV/VIS, Amersham,
Bioscience) sem var stilltur á 37°C og hvarfið var látið fara fram í 5 mín eftir 30 sek
bið við 340 nm. ACE hamlandi virkni (%) var reiknað samkvæmt jöfnu (1).
(l-(Asym/ Aviðmið) x 100) (1)
þar sem As^m- er hallatala sýnis sem inniheldur vatnsrofnar einingar (e. hydrolysates),
og A mðmið er hallatala viðmiðunarsýnis.