Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 391
VEGGSPJÖLD | 389
kjötsins. Lengd beitar á hvönn hefur þó áhrif. Enginn munur er á lambakjötslykt af
kjöti viðmiðunarlamba og kjöti lamba sem höfðu verið þrjár vikur á hvönn. Hinn
vegar var lambakjötslykt marktækt minni í kjöti lamba sem höfðu verið sex vikur á
hvönn. Mælingar á rokgjömum efnum staðfesta muninn á venjulegu lambakjöti og
hvannakjöti. Venjulega em þessar mælingar notaðir til að greina mun á milli
meginfóðurkerfa t.d. grasbeitar og kjamfóðurgjafar. I þessu verkeíni var hins vegar
verið að sýna fram á áhrif beitar á „kryddjurtir“ á lyktarþætti í kjötinu, sem er mjög
merkileg niðurstaða. Það má því með góðum vísindalegum rökum halda því fram að
hvannakjötið sé sérstakt. Því er búið að staðfesta sérstöðuna við hvannakjötið og hægt
að nota hana í sölu og markaðsstarfí. Vísindin em kannski löng en nauðsynleg leið að
settu marki. Matreiðslumenn sem próíuðu kjötið komust að sömu niðurstöðu. Sverrir
Halldórsson matreiðslumeistari segir eftir að hann bragðaði á hvannakjöti á
Sauðamessu í Borgamesi í haust:
„ uppgötvaðist að þetta þekkta bragð af íslensku lambakjöti var nánast horfið “.
Kjötið var notað úrslitakeppni um Matreiðslumann ársins sem haldin var í Október í
Hótel og Matvælaskólanum í Kópavogi. Sjö af fremstu matreiðslumeistumm landsins
vom dómarar. Meðal umsagna þeirra em:
„Sjónrœnt var kjötið frekar Ijóst og minnti mig helst á mjólkurkálf ef ég cetti að líkja
því við eitthvað annað kjöt. Aferðin var finleg að sjá. Bragðið var í samrœmi við
ásjónu kjötsins, milt og ákaflaga finlegt bragð, mun mildara en það lambakjöt sem ég
hef smakkað “.
Og lokaorðin em þeirra:
„ Verður að segja að þessi tilraun með beitingu lamba á hvönn er kærkominn nýjung í
matarflóru okkar íslendinga og gœti verið fyrsta skrefið í að innan 5-10 ára væri
möguleiki á að í boði væri, hvannalamb, heiðarlamb, fjörulamb, krækilamb og
jafnvel fleiri útgáfur sem allar tilheyrðu staðbundu hráefni beint úr héraði “.
(Sverrir Halldórsson, 2008).
Þakkarorð
Verkefnið var styrkt af Framkvæmdanefnd búvörusamninga.
Heimildir
Guðjón Þorkelsson, Sveinn Margeirsson og Guðmundur H. Gunnarsson, 2008. Sérstaða íslensks
lambakjöts. Frœðaþing landbúnaðarins 2008. Bls.507-510. ISSN 1670-7230
Guðmundur H. Gunnarsson, Þóra Valsdóttir og Brynhildur Pálsdóttir, 2008, Tækifæri í þróun og
hönnun matvara í tengslum við ferðamennsku. Frœðaþing landbúnaðarins 2008. Bls.552-556. ISSN
1670-7230
Óli Þór Hilmarsson, 2008, Sérstakt lambakjöt. Frá hugmynd að veruleika. Frœðaþing landbúnaðarins
2008. Bls.511-514. ISSN 1670-7230
Sebastián, I., Viallon-Fernandez, C., Berge, P., and Berdagué, J. L.,2003. Analysis of the volatile
fraction of lamb fat tissue: influence of the type of feeding. Sciences des Aliments, 23: 497-511.
Sverrir Halldórsson,2008. Greinargerð um hvannalömb ræktuð af ábúendum i Ytri Fagradal í
Skarðströnd.
Vasta V og Priolo A, 2005. Ruminant fat volatiles as affected by diet. A review. Meat Science,
73,2,218-228.