Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 392
390 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Erfðagreiningar á bleikju
Sigurlaug Skírnisdóttir1, Alexandra M. Klonowski1, Sigurbjörg Hauksdóttir', Kristinn
Olafsson1, Helgi Thorarensen2, Einar Svavarsson2 og Sigríður Hjörleifsdóttir'
1 Matís-Prokaria, Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
2Háskólinn á Hólum, Hólum í Hjaltadal, 551 Sauðárkrókur
Inngangur
Arið 2007 vann Prokaria, líftæknisvið Matís ohf ásamt Háskólanum á Hólum að
rannsóknaverkefni tengdu erfðafæði bleikju.
Erfðagreiningar eru mikilvægt tæki sem nota má til einstaklmgsgreininga innan tegundar,
greininga á milli tegunda, greininga á villtum stofnum, í foreldragreiningar og í
rekjanleika- eða upprunagreiningar (McConnell et al., 1995; O'Connell and Wright,
1997). Kynbætur á eldisstofnum eru mjög mikilvægur þáttur í að bæta samkeppnisstöðu
íslenskra fiskeldisstöðva. Markmið kynbóta á fiskum sem aldir eru til slátrunar er yfirleitt
að rækta hraðvaxna stofna sem gefa af sér gæða afurðir, hafa góða fóðumýtingu, gott
viðnám gegn sjúkdómum og verða ekki kynþroska fyrr en eftir að þeir hafa náð
markaðsstærð. Landbúnaðarráðuneytið gerði samning við Hólaskóla árið 1998 um að sjá
um kynbætur á bleikju en bleikjukynbætur hófúst á Hólum árið 1989.
1 erfðagreiningu má nota svonefnd erfðamörk en það em ákveðnir staðir eða DNA raðir
sem eru á einhvem hátt greinanlegir í erfðamenginu. Algengt er að nota erfðamörk sem
byggjast á endurteknum stuttröðum (microsatellites eða örtungl) sem vitað er að séu
breytilegar á milli einstaklinga sömu tegundar. Þessi svæði eru notuð til að smíða DNA
vísa eftir, vísamir eru síðan notaðir í PCR mögnun og breytileiki á milli einstaklinga
greindur út frá stærð PCR búta sem myndast (McConnell et al., 1995; O'Connell and
Wright, 1997).
Framkvæmd
Tilgangur verkeínisins var að búa til öflug erfðagreiningasett fyrir bleikju með 15-20
erfðamörkum. Mörg erfðamörk hafa verið birt fyrir bleikju og aðra laxfiska en gallinn er
sá að ekkert hentugt erfðamarkasett er þekkt en það er forsenda þess að notkun tækninnar
sé hagkvæm. Mikilvægt er að erfðamörkin sýni breytileika innan stofnsins, séu af
ákveðinni stærð en þó misstór, virki vel í fjölmögnunarahvarflausn og séu vel læsileg
eftir að búið er að keyra sýnið á raðgreiningarvél. Ahættan í verkefninu fólst í því hvort
hægt væri að finna hentug erfðamörk sem mætti setja saman í 3-4 hvarfblöndur. Prófúð
vom 70 vísapör fyrir 56 birt erfðamörk. Niðurstaða verkefnisins var sú að hægt var að
koma saman 17 erfðamörkum í 3 hvarfblöndur. Alls vom greindir 140 fiskar úr
eldisstofni Hóla með þessum erfðamörkum en auk þess voru 12 villtir fiskar greindir með
þeim.
Helstu niðurstöður
Niðurstöður í hnotskurn eru þær að erfðamörkin nýtast vel til að aðgreina mismunandi
hópa bleikju. Urvinnsla erfðagreiningagagna staðfesti greinilega að Hólableikjan er