Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 404
402 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Eyðing alaskalúpínu með plöntueitri - þéttleiki lúpínu
Magnús H. Jóhannsson og Anne Bau
Landgrceðsla ríkisins
Inngangur
Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) hefur verið notuð til uppgræðslu á íslandi um árabil.
I samvinnu við Rhizobium rótarbakteríur, bindur lúpínan nitur úr andrúmslofti sem hún
nýtir sér til vaxtar og viðhalds. Aburðargjöf á lúpínusáningar er því almennt óþörf og eru
lúpínusáningar því afar hagkvæmur kostur við uppgræðslu. Lúpína framleiðir mikið fræ
og við góðar aðstæður getur lúpínan dreift sér mjög hratt, en hún getur numið land jafnt á
ógrónu landi sem grónu (Borgþór Magnússon o.fl. 2001). Vaxtarhraði lúpínu er mikill og
uppbygging á lífrænu efni í jarðvegi ör þar sem hún árlega skilur eftir sig mikla sinu
(Borgþór Magnússon 1995). Mikill vaxtarhraði og mikil fræframleiðsla gera það að
verkum að dreifmgarhæfni lúpínunnar er mikil sem er kostur þegar æskilegt er að þekja
land gróðri og byggja hratt upp frjósemi. Þessi mikla dreifmgarhæfni getur hinsvegar
orðið vandamál ef hún verður til þess að lúpínan dreifi sér inn á gróið land þar sem henni
var ekki ætlað að fara (Hörður Kristinsson 1997, Þóra Ellen Þórhallsdóttir 2001).
Ymsar vangaveltur hafa verið um hvort, hvemig eða hvenær lúpína hörfi af því landi sem
henni var sáð í (Daði Bjömsson 1997, Borgþór Magnússon o.fl. 2003). Dæmin um að hún
hörfi af sjálfsdáðum em ekki mörg og greinlegt að ekki er hægt að treysta á að hún hverfi
á braut af sjálfsdáðum, né heldur að það gerist á ákveðnum tíma. Til að uppræta lúpínu
hafa verið prófaðar ýmsar aðferðir s.s. að slá hana á mismunandi vaxtarskeiðum (Borgþór
Magnússon 1995) eða beita hana (Andrés Arnalds og Ólafur Guðmundsson 1980). Bæði
sláttur og beit hafa áhrif á lúpínuna en mestu máli virðist skipta hvenær vaxtartímabils
ráðist er gegn henni. Eyðing lúpínu með plöntueitri hefur verið notuð all víða, en það
hefur ekki verið ljóst hvenær sé best að eyða henni með eitri, né heldur hvort styrkur
eiturs skipti máli.
Til að öðlast betri þekkingu á notkun plöntueiturs við eyðingu alaskalúpínu, var sett upp
tilraun á Helluvaðssandi á Rangárvöllum, þar sem prófaðir voru misstórir skammtar af
plöntueitrinu „Roundup“ (Monsanto Company, 2009) og mismunandi tímasetningar
eitrunar. Roundup er kerfisvirkt blaðefni sem tekið er upp í gegnurn blöðin og var valið
vegna þess að það hefur mjög breiða virkni og drepur nánast allan gróður sem það kemst
í snertingu við. Hér er greint frá mælingum á þéttleika lúpínu í tilrauninni, en mælingum
á þekju lúpínunnar og annars gróðurs eru gerð skil í grein Magnúsar Þórs Einarssonar
o.fl. (2009) og mælingum á fræforða í jarðvegi í sömu tilraun eru gerð skil í grein Astu
Eyþórsdóttur o.fl. (2009).
Efni og aðferðir
Arið 2007 var tilraunin sett upp í lúpínusáningu frá 1990 á Helluvaðssandi þar sem
þéttleiki fullorðinna lúpínuplantna var um 4,5 plöntur/m2. Samkvæmt leiðbeiningum
framleiðanda Roundup, er ráðlagður skammtur á bilinu 3,0 - 6,0 1/ha og stjórnast
stjrkurinn af því hverju á að eyða (Monsanto Company, 2009). Til að ákvarða hvort
eiturstyrkur skipti máli varðandi eyðingu alaskalúpínu var ákveðið að prófa lágan
skammt (1,5 1/ha), meðalstóran skammt (3,0 1/ha) og hámarks skammt (6,0 1/ha).