Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 405
VEGGSPJÖLD | 403
Samanburður á eitrunartíma skiptist á fjögur tímabil: a) snemma (skömmu eftir að plöntur
voru komnar af stað og voru u.þ.b. 40 cm háar þann 11. maí 2007), b) fyrir blómgun
(blómgun að hefjast, en blóm ekki útsprungin þann 8. júní 2007), c) í blóma (þegar
blómgun stóð sem hæst þann 2. júlí 2007 og d) þegar fræmyndun var komin vel á veg
þann 15. ágúst 2007. Tilraunin var sett upp í fimm blokkir og var öllum meðferðum raðað
handahófskennt inn í hverja þeirra. Hver blokk er 390 m x 20 m að stærð og inniheldur
13 tilraunareiti, hver reitur er 10 m x 20 m að stærð eða 200 m2. Tilraunaliðirnir eru því
13 ásamt viðmiðun. Heildarijöldi reita er 65. Plöntueitrinu “Roundup” var úðað á
tilraunareitina samkvæmt áðurnefndu skipulagi með eiturdælu tengdri við dráttarvél með
10 m vinnslubreidd.
Mælingar á þéttleika lúpínunnar fóru fram í ágúst 2008. Tvö 20 m snið voru lögð í reitinn
og var staðsetning þeirra valin af handahófi en þess gætt að þau lentu ekki nær jaðri
reitanna en lm. Fjöldi fullorðinna plantna var talinn á 50 cm breiðu belti eftir sniðinu öllu
nema þar sem þéttleikinn var mjög mikill, þá var fjöldi fullorðinna plantna talinn í fimm
2 m bilum eftir endilöngu sniðinu. Fjöldi ungplantna og kímplantna var talinn í fimm
0,5m x 0,5m römmum sem var valinn staður af handahófi á sniðunum tveimur.
Við úrvinnslu gagna var gerð tvíþátta fervikagreining á þekju allra tegunda og
tegundahópa (ANOVA; MINITAB© 1972 - 2003 Minitab Inc.). Við samanburð á
meðaltölum var notað Tukey próf, sem gerir paraðan samanburð á öllum meðaltölum.
Niðurstöður
Þéttleiki fullorðinna plantna í viðmiðun var 4,5 ± 0,26 plöntur/m2, þéttleiki ungplantna
var 12,5 ± 2,82 plöntur/m2 og þéttleiki kímplantna var 25,7 ± 6,55 plöntur/m2 (meðaltal ±
staðalskekkja).
Eitrunin (óháð styrk og tímasetningu) hafði marktæk áhrif á þéttleika fullorðinna plantna
og ungplantna (p < 0,001) sem minnkaði um 50 - 99% og þéttleika kímplantna (p =
0,032) sem minnkaði um 30% miðað við viðmiðun.
Styrkáhrifm voru einnig talsverð og höfðu 3,0 1/ha og 6,0 1/ha skammtamir marktækt
meiri áhrif á þéttleika fullorðinna plantna (p < 0,001) og ungplantna (p = 0,027) en 1,5
1/ha skammturinn. Enginn munur var á milli 3,0 1/ha og 6,0 1/ha skammtanna. Minnsti
skammturinn (1,5 1/ha) dró hinsvegar verulega úr þéttleika fullorðinna plantna og
ungplantna, en nokkuð var um að fullorðnar plöntur lifðu af eitrunina en sýndu greinileg
bæklunaráhrif af henni. Þessi bæklunaráhrif sáust hvergi í hærri styrkmeðferðunum.
Engin styrkáhrif voru merkjanleg fyrir kímplöntur (p = 0,699).
Tímasetning eitmnar hafði einnig marktæk áhrif á þéttleika fullorðinna plantna (p <
0,001) og ungplantna (p = 0,001), en ekki á þéttleika kímplantna (p = 0,820). Þéttleiki
fullorðinna plantna og ungplantna var minnstur þegar eitrað var síðsumars þegar
plöntumar voru í fullum blóma eða voru byrjaðar að mynda fræ (0,2 ± 0,04 fullorðnar
plöntur/m2 og 1,4 ± 0,24 ungplöntur/m2 (meðaltal ± staðalskekkja)).
Niðurstöður sýna mjög skýrt að eitrun með 3,0 1/ha eða 6,0 1/ha þegar lúpínur em að
nálgast fullan vöxt (fyrir blómgun, í blóma og í ffæi) dregur mest úr þéttleika fullorðinnar
lúpínu (1. mynd) og ungplantna (2. mynd).