Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 407
VEGGSPJÖLD | 405
Umræða
Þessi tilraun leiðir í ljós að ef notast á við Roundup plöntueitur til að eyða þéttri lúpínu er
best að gera það á miðju sumri þegar lúpínan er að ná eða komin í fulla stærð (rétt fyrir
blómgun, í blóma og í fræi). Nægilegt er að nota 3,0 1/ha af Roundup og greinilega óþarfi
að nota stærri skammta. Minnsti skammturinn (1,5 1/ha) hafði talsverð áhrif, en þar sem
nokkuð lifði af bækluðum fullorðnum plöntum í þeirri meðferð má allt eins gera ráð fyrir
að þær lifí af til frambúðar og því væri eitrun með þessum skammti ekki nægileg.
Þó að eituráhrifín séu mest þegar líður á sumarið, ætti að varast að vera of seint á ferðinni
því ef ffæþroski er kominn af stað má ætla að þau fræ lifi eitrunina af og geti spírað næsta
vor. Áhrifin af eitruninni þegar til lengdar lætur væru þá minni en ætlast var til.
Eitrunin hefur einungis áhrif á lifandi plöntur, en ekki á óspíruð fræ og því getur
fúllþroskað ffæ í jarðvegi (fræforði) ffá árum áður virkað eins og varaforði og orðið
uppspretta að nýrri kynslóð lúpínuplantna þó svo að móðurplönturnar hverfí af vettvangi.
Þess vegna þarf að fylgja svona eitrunarmeðferð eftir í einhvem tíma þangað til ekki
verður lengur vart við lúpínu en óvíst er hversu lengi það þyrfti að vera. Stærð ffæforðans
skiptir líka máli, en hann var mældur í þessari tilraun og er gerð skil í grein Ástu
Eyþórsdóttur o.fl. (2009).
Þess þarf að gæta að eitrun með svo breiðvirku efni eins og Roundup, getur verið
óæskileg þar sem eitrið getur haft slæm áhrif á annan gróður líka, en um það er fjallað í
grein Magnúsar Þórs Einarssonar o.fl. (2009).
Þó að hér hafí verið lýst áhrifaríkri leið til að uppræta lúpínu, er hún langt í frá að vera ein
allsherjar lausn. Líta verður á eitrun sem eina af mögulegum leiðum til að stjórna
útbreiðslu lúpínunnar og sjálfsagt að reyna aðrar aðferðir samhliða og nota eitrið
sparlega.
Þakkarorð
Bestu þakkir fá allir þeir sem hjálpuðu við undirbúning og framkvæmd tilraunarinnar:
við úðun eiturs, Jóhann Bjamason og Þorsteinn Guðjónsson hjá Landgræðslu ríkisins, við
mælingar í felti, Anne Bau og Guðrún Stefánsdóttir ffá Landgræðslu ríkisins og
Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Ingunn Ósk Ámadóttir frá Stofnun Sæmundar fróða.
Landgræðsla ríkisins bar allan kostnað af tilrauninni og fær bestu þakkir fyrir.
Heimildir
Andrés Arnalds og Ólafur Guðmundsson, 1980. Beit á lúpínu. í: Fjölriti Rala nr. 59. (Ritstjóri: Andrés
Arnalds). Rannsóknastofhun landbúnaðarins, Reykjavík: 19-22.
Ásta Eyþórsdóttir, Kristín Svavarsdóttir og Magnús H. Jóhannsson, 2009. Eyðing alaskalúpínu með
plöntueitri - áhrif á íræforða. Fræðaþing landbúnaðarins 2009 (þetta rit).
Borgþór Magnússon (ritstj.), 1995. Líffræði alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis). Vöxtur, fræmyndun,
efnainnihald og áhrif sláttar. Fjölrit RALA nr. 178, 82 s.
Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon & Bjami Diðrik Sigurðsson, 2001. Gróðurffamvinda í
lúpínubreiðum. Fjölrit Rala nr. 207.
Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon & Bjami Diðrik Sigurðsson, 2003. Áhrif alaskalúpínu á
gróðurfar. Náttúrufrœðingurinn 71(3-4):98-l 11.