Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 410
408 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
hópnum sínum saman, til þess að geta varið hann gegn rándýrum og gegn því að aðrir
stóðhestar steli frá honum hryssum. Stóðhestamir virðast einnig gæta þess að þeirra
hryssur færi sig ekki yfir í aðra hópa og stóðhestar stjórna því að einhverju leyti
hvaða einstaklinga annarra hópa hrossin hafa samskipti við. I rannsókn Feist og
McCullough myndaðist ekki augljós virðingaröð meðal hryssnanna í
ijölskylduhópunum. Samanburður á rannsóknum á íslenskum hópum án stóðhesta við
erlenda hópa þar sem stóðhestur hefur verið til staðar styður tilgátu Feist og
McCullough frá 1976, um að hross búi einnig yfir minna frelsi til samskipta við
einstaklinga innan hópsins þegar stóðhestar em til staðar. Rannsóknimar hérlendis
benda einnig til þess að viðvera stóðhests leiði til þess að vinatengsl séu minna
stöðug og að virðingaraðir séu minna áberandi en í hópum þar sem stóðhestar eru
ekki til staðar (Sigurjónsdóttir o.fl., 2003).
Aðalmarkmið þessarar rannsóknar var að athuga nánar áhrif stóðhesta á samskipti
hópameðlima, og hvort og hversu mikið stóðhestar trufla samskipti annarra beint.
Markmiðið var einnig að afla aukinnar vitneskju um náttúmlega hegðun hesta, með
því að rannsaka áhrif stöðuleika hópsins og mismunandi samsetningu hans á
samskiptamynstur hestanna. Rannsóknir á náttúmlegu atferli, stöðugleika hópa og
hvaða félagslegir þættir hafi áhríf á vellíðan dýra gagnast bændum og öðmm þegar
skipuleggja á hópasamsetningu hjá mismunadi tegundum.
Aðferð
Samskipti hesta í sex mismunandi hópum voru rannsökuð 2004, 2006 og 2007 í alls
525 klukkustundir. Tveir af hópunum vom hópar í stóðhestagirðingum, þar sem
hryssumar sem vom í girðingunni með stóðhestinum í 6 vikur vom að mestu leyti
ókunnugar hver annari (H6 2004 og H5 2006). Þessir hópar vom því taldir óstöðugir.
Hinir fjóru hópamir vom rannsakaðir árið 2007. Þessi fjórir hópar vom í stóði
blóðtökuhrossa sem gengu saman í um 200 ha hólft, og vom í hólfínu 4 stóðhestar.
Stóðið allt samanstóð af 90 hryssum og tryppum, sem stóðhestarnir skiptu á milli sín
(H1-H4). Hópamir voru mismunandi að stærð, en hver hópur innihélt fullorðnar
hryssur, folöld þeirra, ásamt tryppum. Flest hrossin höfðu verið allt sitt líf í stóðinu
og hafa afskipti manna af því verið í lágmarki í nærri því 30 ár. Þessir hópar em taldir
vera að mestu stöðugir og félagslega fyrirkomulagið í þessu stóði var nærri því
náttúrulegt nema að því leyti að piparsveinahópar voru ekki til staðar.
Öll samskipti á milli hrossa voru skráð og var aðferðin ”all occurrence of some
behaviour” notuð (McDonnell, 2003). Samskiptafylki voru búin til með hjálp
forritsins The Observer© (Noldus, 2002). Vinatengsl voru fundin með því að athuga
hverjir kljáðust oftar en ella (%2 -próf) (Rohlf and Sokal, 2001). Virðingaraðir vom
reiknaðir út með forritinu MatMan© (de Vries o.fl.., 1993). Frekari tölfræðipróf vora
gerð í SyStat (Kraskal-Wallis og Mann-Whitney U-próf) (Sjá Sandra M. Granquist,
2008).
Niðurstöður
Áhrif stóðhesta á samskipti hópameðlima:
Allir stóðhestarnir smöluðu hópunum sínum oft. Stóðhestamir í hálfvillta stóðinu
(H1-H4) vörðu hópana sína gegn hinuin stóðhestunum og samskipti á milli hryssna
eða tryppa á milli hópa vora mjög sjaldgæf. Stóðhestamir trufluðu þó sjaldan