Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 416
414 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
lyngmóatorfum, þar sem grös, lyng og aðrir smárunnar voru ríkjandi, fækkaði
tegundum eftir því sem torfunum var skipt meira upp (2. mynd).
Alyktanir
Þar sem skammt er liðið frá því að tilraunimar hófust er ekki hægt að draga af þeim
ályktanir um áhrif torfuflutningsins á gróðurframvindu tilraunasvæðanna. Hins vegar
gefa niðurstöðumar áhugaverðar vísbendingar um hvernig torfumar þola flutning og
gróðursetningu við erfiðar aðstæður. Graslendistorfumar virtust ekki vera viðkvæmar
fyrir stærð og þola skiptingu niður í 5x5 cm án þess að tapa tegundum.
Lyngmóatorfumar virtust vera viðkvæmari að þessu leiti. Tegundafjöldinn minnkaði
eftir því sem þeim var skipt meira niður, auk þess sem dró úr þekju lyngs og smárunna
ef stærð torfanna fór undir 20x20 cm. Niðurstöðumar styðja tilgátu um að
lágmarksstærð á torfum sé breytileg eftir vaxtarformum plantna.
Þakkir
Tilraunirnar em hluti af verkefninu Endurheimt staðargróðurs á röskuðum
hálendissvœðum, sem styrkt var af Umhverfis- og orkurannsóknarsjóði Orkuveitu
Reykjavíkur 2007 og 2008. Herdís Friðriksdóttir og samstarfsfólk hennar hjá
Orkuveitunni áttu stóran þátt í að leggja tilraunirnar út og hafa hirt um þær. Ymsir
starfsmenn Lbhí, einkum þær Erla Sturludóttir, Karólína Einarsdóttir, Brita Berglund
og Sunna Askelsdóttir, hafa tekið þátt í mælingum og annarri vinnu við verkefnið. Ég
þakka öllum þessum aðilum fyrir þeirra framlag.
Heimildir
Conlin, D.B. & Ebersole, J.J. 2001. Restoration of an alpine disturbance: Differential success of species
in turf transplants, Colorado, USA. Arctic Antarctic and Alpine Research 33: 340-347.
Bay, R.F. & Ebersole, J.J. 2006. Success of turf transplants in restoring alpine trails, Colorado, USA.
Arctic Antarctic andAlpine Research 38: 173-178.
Good, J.E.G., Wallace, H.L., Stevens, P.A. & Radford, G.L. 1999. Translocation of herb-rich grassland
from a site in Wales prior to opencast coal extraction. Restoration Ecology 7: 336-347.
Jón Guðmundsson 2007. Uppgræðsla vegfláa með innlendum úthagategundum. Gildi yfirborðsjarðvegs
við væntanlegan Suðurstrandarveg. Verkefni styrkt af Vegagerðinni, Framvinduskýrsla nr. 2.
Landbúnaðarháskóli Islands, umhverfisdeild, 16 bls.
http://vgwww.vegagerdin.isA'efur2.nsf/Files/Uppgrvegflaa-
Iramvindusk2/Sfile/Uppgr vegflaa uthagateg-framvindusk2.pdf.
Pywell, R.F., Webb, N.R. & Putwain, P.D. 1995. A Comparison of Techniques for Restoring
Heathland on Abandoned Farmland. Journal of Applied Ecology 32: 400-411.
Whisenant S.G. 1999. Repairing Damaged Wildlands. Cambridge University Press, 312 bls.