Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 419
VEGGSPJÖLD | 417
Fæðuval hornsíla á Mýrum í kjölfar sinubruna
Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir', Rakel Júlía Sigursteinsdóttir2 og
Stefán Már Stefánsson2
Háskóla íslands1, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík og Náttúrufræðistofu Kópavogs2
Hamraborg 6a, 200 Kópavogur
Inngangur
Homsíli (Gasterosteus aculeatus) eru þekkt fyrir mikla aðlögunarhæfni í búsvæðavali
og hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á að fiskar úr sama vatni sem lifa þó á ólíkum
stöðum, hafa mismunandi útlitseinkenni og geta einnig verið með nokkrar breytingar í
erfðamengi (Kraak o.fl. 2001). Hér á landi hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna ólík
homsíli af svæðum með mismunandi botngerð innan vatna (Bjami Kristófer
Kristjánsson o.fl. 2002a, Sigurður S. Snorrason o.fl. 2002). Eins hefur verið sýnt fram
á hraða aðlögun homsíla en í Hraunsfirði á Snæfellsnesi sást munur á homsílum í sjó
og í lóni sem hafði lokast af tólf árum áður (Bjami Kristófer Kristjánsson o.fl. 2002b).
Stofnar homsíla geta verið misstórir á milli ára og hafa stofnstærðarbreytingar sést
greinilega t.d. í Mývatni hér á landi (Arnþór Garðarsson og Arni Einarsson 1991).
Fæðuatferli fiskanna breytist með árstíma og hafa homsílin mismikla þörf fyrir
orku yfir árið sem og fæðuframboð breytist. Samkvæmt rannsóknum í Wales og
annars staðar á Bretlandseyjum hafa krabbadýr, og þá sérstaklega vatnaflær, verið
ráðandi í fæðunni snemma sumars og aftur snemma hausts. Rykmýslirfur hafa verið
jafndreifðar yfir árið en rykmýspúpur einungis fúndist seint að vori og snemma
sumars. Magafylli hefur einnig sveiflast til á milli árstíða og hefur hlutfall homsíla
með tóma maga yfirleitt verið mest yfir hásumarið (Wootton 1984). Sinueldar
kviknuðu á Mýmm að morgni 30. apríl 2006. Á mjög skömmum tíma fór eldurinn yfir
75 km2 svæði en alls bmnnu um 68 km2, 7 km2 var land sem ekki gat bmnnið, blautar
mýrar og vötn. Bruninn er talinn vera sá stærsti sem skráður er hér á landi (Borgþór
Magnússon o.fl. 2007). í kjölfar eldanna var ákveðið að setja af stað samstarfsverkefni
nokkurra stofnana um rannsóknir á eldunum og áhrifum þeirra á líffíkið.
Náttúmfræðistofa Kópavogs tók að sér rannsóknir á vatnalíffræði svæðisins, þ.á.m.
rannsóknir á eðlis- og efnaþáttum og smádýralífi. Innan þessa vom einnig rannsóknir
á homsílum. í ljósi fyrri rannsókna á eiginleikum homsíla til að aðlagast mismunandi
búsvæðum á stuttum tíma þótti áhugavert að skoða áhrif breytinga í umhverfisþáttum
á homsílin, og þá sérstaklega fæðuval. Rannsóknir á áhrifum sinubruna á homsíli hafa
ekki verið gerðar áður hér á landi.
Aðferðir
Á Mýrum einkennist landið af grónu votlendi og einnig er mikið af vötnum og
tjörnum á svæðinu. Vötnin eru flest grunn þannig að vindur hefúr mikil áhrif á t.d.
rýni í vötnunum (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2007). Þrjú vötn voru valin af brunnu
svæði og önnur þrjú af óbrunnu til samanburðarrannsókna. Steinatjöm, Skíðsvatn og
Sauravatn af bmnnu svæði og Brókarvatn, Fúsavatn og Hólsvatn af óbmnnu. Öll
vötnin eru grunn (meðaldýpi um 1 m) og frekar lítil (Skíðsvatn er minnst, 0,22 km2,
en Hólsvatn stærst, 1,4 km") (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2007). Vötnin eru lík og ættu
umhverfisþættir varðandi hvert vatn fyrir sig ekki að hafa teljandi áhrif á hina ýmsu
þætti í vötnunum, s.s. fæðuframboð (Haraldur R. Ingvason o.fl. 2007).
Homsílin sem notuð vora í rannsóknina vom veidd árið 2006 yfir þriggja
mánaða tímabil, 20.-22. júní, 19.-21. júlí og 21.-23. ágúst. Homsílin voru veidd á