Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 423
VEGGSPJÖLD | 421
Sauravatni er líklegt að hrygningin hafí farið seinna af stað heldur en í Skíðsvatni og
Brókarvatni.
Magafyllin var nokkuð misjöfti á milli vatnanna, hún jókst lítillega í Sauravatni eftir
því sem leið á sumarið en minnkaði í Skíðsvatni og Steinatjöm. Steinatjöm skar sig
frá hinum vötnunum þar sem magafyllin í því vatni var mjög lítil miðað við hin
vötnin. í Brókarvatni jókst magafyllin yfír sumarið og í ágúst vom einungis tvö
homsíli af þrjátíu með tóma maga þar. Þessi munur í magafylli og þ.a.l. orku sem
innbyrt er liggur í því að sílin hrygna að vori og innbyrða því minni fæðu í kringum
hrygningu en síðsumars tekur við undirbúningur fyrir komandi vetur og hrygningu
næsta vors (Wootton 1984). Magafylli homsílanna úr Brókarvatni samræmist þessu,
en ekkert af vötnunum af bmnna svæðinu. Líklega fengist ferillinn nákvæmari ef tekin
hefðu verið sýni í maí. Magafylli hornsíla af brunnu svæði var líka meiri, þ.e. stærra
hlutfall homsílanna var með fæðu í maganum (70%) heldur en af óbmnnu svæði
(56%).
Hvað varðar fæðuval hornsílanna var það nokkuð fjölbreyttara á brannu svæði en á
óbrunnu. Alls komu ffam átta hópar á brunnu svæði, en einungis fjórir á óbrunnu.
Vatnaflær voru stór hluti á bæði brunnu og óbmnnu svæði. Rykmýslirfur og
rykmýspúpur voru mun stærri hluti á óbrunnu svæði en þær fundust þó í mögum frá
brunna svæðinu. Vatnabobbar fundust einungis í mögum homsíla af brunnu svæði og
þó svo að þéttleiki þeirra hefði verið mestur í Steinatjöm í rannsókn á smádýralífí
(Haraldur R. Ingvason o.fl. 2007), endurspeglaðist það ekki í fæðuvali homsílanna.
Þéttleiki vatnabobba var allsstaðar mestur í júlí, en það endurspeglaðist ekki í hlutfalli
þeirra af fæðu homsílanna í neinu vatni. Vatnaflær voru eins og áður sagði, stór hluti
fæðunnar á báðum svæðum. Niðurstöður smádýrarannsókna sýndi tilhneigingu
heildarþéttleika vatnaflóa til þess að vera meiri á óbmnnu svæði en bmnnu. Hlutfall
vatnaflóa í fæðu var þó stærra á bmnna svæðinu. Samkvæmt erlendum rannsóknum er
hlutfall vatnaflóa af fæðu yfirleitt minnst yfír hásumarið (Wootton 1984) og kom það
greinilega fram í Brókarvatni og munurinn á milli niánaðanna var marktækur
(p<0,001). Hlutfallið á bmnnu svæði jókst þó yfírleitt örlítið þegar leið á sumarið.
Rannsóknir hafa sýnt að homsili sækja mikið í vatnaflær, oft aðalfæða þeirra
(Wootton 1984, Sigurður S. Snorrason o.fl. 2002) og getur verið að þar sem vatnaflær
em á annað borð til staðar hundsi homsílin nánast aðra fæðu. Þéttleiki vatnaflóa var
alltaf mestur á óbmnnu svæði, eða í Brókarvatni. Þó svo að mikill munur hafí verið á
þéttleika þeirra á milli svæða kom hann ekki í ljós þegar fæðuvalið var skoðað þar
sem hlutfall vatnaflóa í fæðu var nokkuð hærra á brunnu svæði en óbmnnu. í
Steinatjöm komu þráðormar og ánar fram sem hluti af fæðu, þráðormar komu
einungis fram í júní þegar hlutur vatnaflóa var mjög lítill miðað við mánuðina á eftir.
Því má gera ráð fyrir að þráðormar hafi að einhverju leiti komið í stað vatnaflóa í
fæðunni, en framboð þeirra var minnst í júní í Steinatjörn.
Fæðuframboð í vötnunum á brunna og óbrunna svæðinu var nokkuð svipað á
svæðunum tveimur. Steinatjörn (af brunnu svæði) og Brókarvatn (af óbrunnu svæði)
skera sig úr hvað varðar þéttleikann þar sem hann var oftast mestur í þessum tveimur
vötnum. Þegar ífamboð af vatnaflóm og rykmýslirfum er borið saman við
sambærilegar rannsóknir á grunnum vötnum hér á landi er þéttleiki vatnaflóa ólíkur,
en rykmýslirfanna líkara. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á lífríki í Rauðavatni
eykst framboð á rykmýslirfum jafnt og þétt yfír sumarið, ffá júní til september í
22.000 dýr/m2, úr 660 dýr/m2 (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2006). Þéttleiki rykmýslirfa í
Brókarvatni sýnir tilhneigingu til þessa að nokkru leyti en þéttleiki þeirra í Steinatjöm
er mun skýrari hvað þetta varðar.