Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 425
VEGGSPJÖLD | 423
Hversu vel spá líflambamælingar fyrir um kjöthlutfall skrokka?
Eyþór Einarsson', Emma Eyþórsdóttir1 & Jón Viðar Jónmundsson2
1 Landbúnaðarháskóla íslands, 2Bœndasamtökum íslands
Inngangur
Ein umfangsmesta úrbeining lambsskrokka sem framkvæmd hefúr verið hér á landi í
vísindaskyni fór fram í sauðíjárafurðastöð KS á Sauðárkróki, haustin 2006 og 2007.
Vinna þessi var þáttur í verkefni um prófanir á rafrænu kjötmati og er það verkefni
enn í gangi hjá KS. Haustið 2007 var sérstaklega leitast við að velja skrokka í
verkefnið af lömbum sem voru ómmæld og stiguð, með það fyrir augum að nýta
tækifærið til frekari gagnaöflunar.
Eitt af því sem áhugavert er að skoða út ffá þessum gögnum er hversu vel
líflambamælingarnar spái fyrir um kjöthlutfall skrokka og hvert sé mikilvægi hverrar
mælingar. Þetta er einnig áhugavert í ljósi þess að það færist í vöxt í sumum af
stærstu sauðfjárframleiðslulöndum heims að meta skrokka cftir kjöthlutfalli þeirra
með tilkomu rafræns kjötmats (Fogarty, 2008).
í þessari grein verður leitast við að svara því hvaða líflambamælingar spái best fyrir
um kjöthlutfall skrokka út frá fyrmefndum gögnum.
Efni og aðferðir
Haustið 2007 vom úrbeinaðir 579 skrokkar í afurðastöð KS. Þar á meðal vom 250
skrokkar af lömbum sem höfðu hlotið einhverja líflambadóma en 183 skrokkar vom
með upplýsingar um allar mælingar samkvæmt hefðbundnum
afkvæmarannsóknadómum auk mælingar á vinstri framfótarlegg. Þessir 183 skrokkar
mynduðu gagnasafnið sem hér er byggt á. II. töflu má sjá hvaða eiginleika um ræðir
ásamt nánari lýsingu gagna.
1. tafla. Mælieiningar, fjöldi (n), meðaltöl, staðalfrávik (SD) og hæsta og lægsta gildi líflambamælinga
og kjöthlutfalls samkvæmt niðurstöðum úrbeininga.
Mæling Eining n Meðaltal SD Lægst Hæst
Kjöthlutfall % 183 62.9 2,63 56,2 71,1
Þungi á fæti kg 183 40,1 5,88 24 57
Fótleggur mm 183 108,8 4,97 94 125
Omvöðvi mm 183 25,5 3,42 15 35
Ómfita mm 183 2,83 0,84 1 5,6
Lögun ómvöðva Einkunn (1-5) 183 3,5 0,78 1 5
Frampartsstig Einkunn (5-10) 183 8,1 0,54 6,5 9,5
Lærastig Einkunn (10-20) 183 17,0 0,80 14 18,5
í úrbeiningarferlinu var skrokkurinn hlutaður niður í smáar einingar þannig að meta
mætti hlutfall vöðva, fitu og beina bæði í skrokknum sem heild og í ákveðnum
skrokkhlutum. Kjöthlutfall er skilgreint hér sem hlutfall nýtanlegs kjöts af þunga
skrokksins (kaldvigt). Öll sýnileg fíta var fjarlægð nema í slögum (Valur Norðri
Gunnlaugsson, 2007). Að úrbeiningunni unnu tvö lið úrbeiningarmanna. Við skoðun
gagnanna kom í ljós að kerfísbundinn munur var á kjöthlutfalli milli úrbeiningastöðva
og voru gögnin því leiðrétt fyrir þeim áhrifúm.