Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 426
424 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Lömbin voru ýmist dæmd og ómmæld í sláturhúsréttinni kvöldið fyrir slátrun eða
einum til tveimur dögum fyrir slátrun heima á bæjunum. Allir dómar voru
framkvæmdir af sama manni og með ómmælingartæki af hollenskri gerð. Lömbin
voru írá 10 bæjum í Skagafírði.
Til viðbótar við líflambadómana voru áhrif kyns lamba á kjöthlutfallið könnuð í
tölfræðilegu uppgjöri. í gögnunum voru gimbrar 101 og meðal kjöthlutfall þeirra var
62,5% og meðalfallþungi 16,3 kg. Hrútar voru 82 og var meðal kjöthlutfall þeirra
63,5% og meðalfallþungi 17,5 kg.
Utreikningar fóru fram í tölfræðiforritinu R. Þegar leitað var að besta línulega
módelinu til þess að spá fyrir um kjöthlutfall skrokka var beitt þrepaskiptri
aðhvarfsgreiningu (stepwise regression) þar sem leitað er að besta líkaninu með því að
bæta við eða taka út skýribreytur til skiptis.
Niðurstöður
I 2. töflu má sjá fylgni milli eiginleikanna. Hæsta fylgnin milli einstakra breyta var
milli ómvöðva og lögunar vöðvans. Lægsta fylgnin var milli þunga á fæti og
kjöthlutfalls.
2. tafla. Fylgni (r) milli allra samfelldra breyta sem notaðar voru í prófun á línulegu sambandi
milli kjöthlutfalls og líflambadóma.
Þungi Fótl. Ómvöðvi Ómfita Lögun Framp. Lærastig
Kjöthlutfall -0,03 -0,15 0,19 -0,41 0,20 -0,08 0,06
Þungi á fæti 1 0,38 0,51 0,56 0,33 0,35 0,44
Fótleggur 1 -0,09 0,13 -0,26 -0,15 -0,18
Omvöðvi 1 0,44 0,83 0,69 0,72
Ómfita 1 0,38 0,51 0,48
Lögun ómv. 1 0,68 0,72
Frampartsstig 1 0,79
Lærastig 1
Línulegt líkan þar sem allir dómsþættir voru notaðir sem skýribreytur til þess að spá
fyrir um kjöthlutfall gaf skýringarhlutfallið (R2) 0,40. í 3. töflu má sjá samanburð á 8
líkönum þar sem skýribreytunum er bætt við eftir mikilvægi þeirra. Mikilvægasta
breytan er sett fyrst inn (ómfíta) og síðan koma eiginleikamir koll af kolli.
3. tafla. Samanburður á líkönum fyrir breytileika í kjöthlutfalli, þar sem
skýribreytunum er raðað eftir mikilvægi. Líkönin borin saman eftir frítölum
(df), skýringarhlutfalli (R2) og staðalfráviki leifa (RMSE).
Skýribreyta Df R2 RMSE
Ómfita 181 0,17 2,41
X, + Ómvöðvi 180 0,34 2,16
Xi + x2 + Kyn 179 0,37 2,11
X| + x2 + X3 + Lögun ómvöðva 178 0,37 2,11
Xi + x2 + X3 + X4 + Stig fyrir frampart 177 0,38 2,10
X| + x2 + X3 + X4 + x5 + Lærastig 176 0,39 2,09
Xi + x2 + x3 + x4 + x5 + x6 + Þungi á fæti 175 0,39 2,09
Xi + x2 + X3 + x4 + x5 + x6 + x7 + Fótleggur 174 0,40 2,09
Ómfita, ómvöðvi og kyn skýrðu stærstan hluta þess breytileika sem
líflambamælingamar ná að skýra. Líkan með öllum 8 skýribreytunum var ekki
marktækt betra en líkan með þessum þremur skýribreytum. Áhrif kyns fólust í því að
gimbrum var spáð lægra kjöthlutfalli miðað við hrúta með sömu mælingar.