Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 428
426 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
fylgni við bakvöðva þykkt og lærastig. En þar sem hvort tveggja er fyrir í líkaninu,
nákvæm mæling á bakvöðva og mat á læraholdum þá er vart við því að búast að þetta
mál bæti miklu við. Mælingin er þó áfram góð og gegn í því að viðhalda þéttholda
byggingarlagi þó hún bæti litlu við um kjöthlutfallið.
Notagildi mœlinga á kjöthlutfalli
Verðmæti skrokka má meta samkvæmt mismunandi mælikvörðum s.s. fallþunga og
fitumati, EUROP-mati eða kjöthlutfalli. I Nýja-Sjálandi og Astralíu er aukinn áhugi
fyrir því nota kjöthlutfallið sem mælikvarða á gæði skrokka. Ein af stærstu
sláturhúskeðjum Nýja-Sjálands hefur t.d. tekið upp rafrænt lambakjötsmat, til hliðar
við hefðbundið mat þar í landi byggt á fítu- og þyngdarflokkun. Viðskiptavinir
þessara húsa fá þá greitt álag á framleiðsluna uppfylli hún ákveðin skilyrði um
kjöthlutfall og fallþunga (Heimsókn til Alliance Group, Mataura Plant, Nýja-Sjálandi,
10. mars 2008).
Holdfyllingarflokkun samkvæmt EUROP mati gefur takmarkaðar upplýsingar um
kjöthlutfall skrokkanna. Munurinn er skýrari á milli fimflokkanna (Asbjöm Jónsson &
Oli Þór Hilmarsson, 2007). Hins vegar gefa holdfyllingaflokkarnir upplýsingar um
hvemig vöðvarnir líta út, hvort þeir séu þykkir og kúptir eða hvort þeir séu langir og
þunnir. Með því að horfa eingöngu á kjöthlutfallið er útlínum skrokka ekki gefinn
sérstakur gaumur. Skrokkar í afar ólíkum EUROP flokkum geta haft sama kjöthlutfall
(Valur Norðri Gunnlaugsson, 2007) Spyrja má hvort lögun vöðvanna skipti einhverju
máli ef hún er ekki góður mælikvarði á kjöthlutfall. Hefur lögunin eitthvert verðgildi?
A meðan ekki hægt að svara þessu afdráttarlaust neitandi, þá hlýtur að vera best að
standa vörð um það vaxtarlag sem náðst hefur með markvissri ræktun síðustu áratuga.
Miklar framfarir hafa orðið í vöðvavexti á síðustu árum (Eyjólfur Kristinn Ömólfsson
o.fl, 2006).
Upplýsingar um kjöthlutfall eru áhugaverðar með hliðsjón af vaxtarlagi og því væri
spennandi að umreikna líflambamælingamar yfir á það form. Ef afúrðastöðvar hér á
landi fæm að byggja verðlagningu á kjöthlutfalli að einhverju leyti, væri væntanlega
enn meiri akkur í því að geta spáð fyrir um kjöthlutfall líflambanna. Kjöthlutfallið
hlýtur alltaf að vera grundvallarmæling í kjötframleiðslu enda notað til þess að mæla
öryggi og bera saman hinar ýmsu kjötmatsaðferðir.
Heimildir
Ásbjörn Jónsson & Oli Þór Hilmarsson, 2007. Úttekt á kindakjötsmati. Skýrsla Matís 03-07.
Matvælarannsóknir Islands, 52 bls.
Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, Jón Viðar Jónmundsson, Sigurgeir Þorgeirsson og Emma Eyþórsdóttir,
2007. Kjötgæði, árangur í ræktun. . Islensk búfjárrækt. Málstofa til heiðurs Hjalta Gestssyni níræðum,
Hótel Sögu, Reykjavík, 17. nóv. 2006. Rit Lbhí nr. 14, bls 63-72.
Fogarty, N., 2008. Genetics of growth and carcase specifications. I kennslubók: Wool 412/512: Sheep
Production. University of New England, Armidale, NSW, 15-1 - 15-20.
Standford, K., Jones, S.D.M., & Price, M.A., 1998. Methods of predicting lamb carcass composition: A
review. Small Ruminant Research 29: 241 -254.
Stefán Sch. Thorsteinsson, 1983a. Erfðir á vaxtarlagi og kjötgæðum með sérstöku tilliti til legglengdar.
Búnaðarrit 97: 474-495. Búnaðarfélag Islands.