Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 433
VEGGSPJÖLD | 431
Niðurstöðum þéttleika greiningarinnar var skipt upp í nokkra flokka og flatarmál og
heildarlengd skurða í hverjum flokki ákvörðuð (tafla 1).
Tafla 1. Flokkun lands eftir þéttleika skurða, lengd skurða og flatarmál lands í
hverjum þéttleikaflokki og hlutfallsleg skipting.
Þéttleiki skurða /km/km2/ Fjarlægð milli skurða fm] Flatarmál íkm2l Heildarlengd skurða [kml % Skurða % Flatarmáls
0,1-5 200-400 2.860 1.750 6,4 57,9
5-10 100-200 1.256 10.772 39,7 25,4
10-15 66,7-100 502 7.570 27,9 10,2
15-20 50-66,7 231 4.727 17,4 4,7
>20 50< 90 2.321 8,6 1,8
Samtals 4.939 27.140 100 100
Greining á þéttleika skurðanna sýnir að 74% skurðanna eða 20.092 km eru á landi þar
sem þéttleiki er minni en 15 km/km2 Heildarflatarmál þeirra svæða eins og þau eru
áætluð í greiningunni er 4.618 km2 eða 93,5% af heildarflatarmáli svæða sem eru
innan við 200 m frá skurðum. Heildarlengd skurða á svæðum þar sem þéttleiki skurða
er 15 km/km2 eða meiri er 7.048 km (26%) og flatarmál slíkra svæða alls 321 km2 eða
6,5%. Álíka mikið af skurðum hefur verið grafið í land þar sem þéttleiki þeirra er frá
10 til 15 km/km2.
Umræða
Heildarlengd framræsluskurða sem styrktir voru með framlagi úr opinberum sjóðum á
árunum 1942 til 1993, er 31.610 km (Óttar Geirsson 1989). Þessu til viðbótar var
grafið talsvert af skurðum í tengslum við vegagerð. Ekki liggja fyrir upplýsingar um
lengd vegskurða né staðsetningu. Til viðbótar við framræsluskurðina og vegaskurðina
hefur eitthvað verið grafið af skurðum í öðrum tilgangi, s.s. til að koma í stað girðinga
og til að veita vatni frá framræslukerfum. Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um
lengd skurða sem grafnir hafa verið síðan hætt var að styrkja framræsluna. En allmörg
dæmi eru um nýframkvæmdir, bæði hafa ný svæði verið ræst fram og skurðir þéttir á
öðrum. Virkni þessara skurða er ekki þekkt né endingartími þeirra. Þeir eiga það til að
fyllast af framburði, falla saman, gróa upp, grafast niður, eða ganga úr sér á annan
þann hátt að það dregur úr þurrkmætti þeirra (Óttar Geirsson 1975).
Fyrirtækið Loftmyndir ehf.. (2009) hefur kortlagt vatnakerfi landsins eftir loft-
myndum fyrirtækisins. Samkvæmt þeirri kortlagningu er heildarlengd skurða 32.500
km. Ekki hefur enn veið hægt að bera þá kortlagningu saman við kortlagningu
Landbúnaðarháskóla íslands. Samanborið við kortlagningu Loftmynda ehf. og lengd
skurða sem greitt hefur verið fyrir vantar talsvert af skurðum í skurðauppdrátt
Landbúnaðarháskóla íslands (2009) og þar með líka í þá greiningu sem hér er kynnt.
Gæðaprófún á þeirri hnitun sem unnin var án samanburðar við loftmyndir bendir til að
á þeim svæðum vanti allt að 33% skurða. Vettvangsferðir sumarið 2008 benda einnig
til að í sumum tilfellum hafi það sem hnitað var inn sem skurðir verið annað, s.s.
vegslóðar.
Mikilvægt er því að sannreyna kortlagningu skurðanna og betrumbæta aðferðir í
framhaldi af því með það að markmiði að auka nákvæmni kortanna.