Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 437
VEGGSPJÖLD | 435
steindasamsetning mismunandi eftir gerð sets (Kaczorek og Sommer 2003). Bæði
formin eru vel þekkt á íslandi en hér verður eingöngu fjallað um mjúk set.
Ef litið er á sniðið frá Holti (1. mynd, 1. og 2. tafla) þá er pH um 7 í efsta laginu en
þar fyrir neðan um 5. Við svona lágt pH getur siderite einungis myndast við mjög
háan hlutþrýsting C02 og mikið framboð af Fe' . Það er einnig mögulegt að oxun á
carbonati eða súlfíðum eftir sýnatöku hafi leitt til lækkunar á sýrustigi. Heildarmagn
kolefnis eykst með dýpt en það skiptist í karbónat og Iífrænt bundið kolefni. Gert er
ráð fyrir að allt karbónatbundið kolefni sé bundið í síderíti og það reiknað út frá því.
Siderítmagn er lítið í efsta laginu en þar fyrir neðan er það um 50 mg kg 1 og í
jámlinsu undir polli rétt til hliðar eru 237 mg kg'1 eða tæp 24% af þurrefni.
Staðfesting fékkst á því með röntgengreiningu (e. X-ray diffmction) að þetta væri
siderít og að siderít er ásamt goethít í 1-8 cm laginu en goethit fannst hvorki í
yfírborðslagi né í siderít linsunni.
Heildarmagn jáms er á bilinu 20 til 33% af heildarþyngd og í sniðinu er allt jámið
leysanlegt í díthíoníti eins og talið er að allar nýmyndaðar jámsteindir í jarðvegi séu. í
linsunni í 15-30 cm dýpt er þetta ekki augljóst. Minnst helmingur og allt að 90% af
díthíonítleysanlegu jámi leysist einnig í oxalati en það er litið á það sem merki um að
járnsteindir séu ekki vel kristallaðar. Oxalat leysir jám úr ferrihydríði og myndlausum
járnoxihydríðum sem greinast ekki með röntgengreiningu. Einungis brot af jáminu
leystist í pýrófosfati sem á að ná til járns bundnu í lífrænum efnum og má því draga þá
ályktun að einungis lítið af jáminu sé bundið í lífrænum samböndum.
1. tafla. Sýmstig, heildarkolefni, kolefni bundið í karbónati, lífrænt bundið kolefni og
magn jámkarbónats í sniði sem sýnt er á 1. mynd.
Dýpt pH C-heild C - karbonat C - lífrænt FeC03
cm H,0 mgg'1 mg g ' mg g‘ mg g'
lO o~ 1 o 7.1 63,5 1,9 61,6 18
0,5-3,0 5.0 66,6 5,4 61,2 52
3,0-7,0 4.7 83,9 5,1 78,8 49
15-30 5.0 74,9 24,5 50,2 237
2. tafla. Heildarmagn Mn og Fe og magn leyst í ditíoníti, ammóníum oxalati og
pýrófosfati. Allar stærðir í mg g" .
Dýpt
cm F^heild Fed Feox Fe„v Mnheild Mnd Mn„, Mn„„
0-0,5 333 365 175 6,2 1,6 1,6 1,3 0,5
O^ ro 1 •o o" 288 328 181 14,5 1,5 1,2 1,2 0,5
3,0-7,0 268 261 154 19,2 0,8 0,5 0,6 0,2
15-30 204 171 152 17,3 2,7 1,3 3,2 0,6
heild: heildarmagn Fe og Mn, d: dithíonít leysanlegt Fe og Mn, ox: ammóníum oxalat leysanlegt Fe og Mn
py: pyrofosfat leysanlegt Fe og Mn.
Samkvæmt þessu er ferrihydríð og myndlaust jámoxihydríð ríkjandi í efsta laginu, í
miðlögunum milli 0,5 og 7 cm eru auk þess siderít og goethít áberandi og í linsunni er
siderít ríkjandi með ferrihýdríði og trúlega járnoxihydríðum. Þetta er í allgóðu
samræmi við steindasamsetningu í mjúkum járnsetum í mýrum í Evrópu (Stoops
1983; Kaczorek og Sommer 2003).
Heildarmagn mangans er á bilinu 0,8 til 2,7 mg g 1 sem er lægra en Kaczorek og
Sommer (2003) fundu í sínum athugunum. Manganið leysist bæði í díthíóníti og
oxalati og má því draga þá ályktun að það sé allt nýmyndað og ekki vel kristallað.