Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 440
438 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
KolBjörk endurheimt birkivistkerfa og kolefnisbinding
Guðmundur Halldórsson', Arnór Snorrason2, Ása L. Aradóttir', Bjami D.
Sigurðsson3, Edda S. Oddsdóttir2, Ólafur Eggertsson2, Páll Kolka3 og Ólafur
Amalds3
1 Landgrœðslu ríkisins, 2Rannsóknastöð skógrœktar, Mógilsá, 3Landbúnaðarháskóla
Islands
Útdráttur
KOLBJÖRK er þriggja ára rannsóknarverkefni sem hófst 2008 og lýkur 2011. Það
fjallar um kolefnisbindingu og þróun lífríkis, jarðvegs og annarra þátta við endurheimt
birkiskóga á röskuðum svæðum. Birkiskógar á mismunandi stigum endurheimtar em
bornir saman við gamalgróna birkiskóga og rofíð land við sambærilegar aðstæður.
Mældur er kolefnisforði vistkerfanna, uppsöfnun og flæði kolefnis ákvarðað og gert
líkan af kolefnisjöfnuði svæðanna. Jafnframt em rannsökuð áhrif endurheimtar á
jarðvegsþætti, botngróður og jarðvegsörverur.
Inngangur
Á Islandi eru miklir möguleikar á að binda kolefni í gróðri og jarðvegi (Aradóttir et al.
2000, Snorrason et al. 2002), enda hefur gróður og jarðvegur eyðst af stómm hluta
landsins (Ólafur Amalds o.fl. 1997). Þessi eyðing hefur haft mikil áhrif á vistkerfi
landsins og ná þær breytingar til flestra þátta þeirra (Aradóttir 1998). Kolefnisbinding
og vistkerfí gamalla birkiskóga hafa talsvert verið rannsökuð hér á landi (Sigurdsson
et al. 2005), en rannsóknir á endurheimtum birkiskógum em mjög takmarkaðar
(Snorrason et al. 2002, Oddsdóttir et al. 2008). Lögð hefur verið til stórfelld
endurheimt birkiskóga (Umhverfisráðuneytið 2007) og nú er hafið verkefnið
Hekluskógar sem miðar að því að endurheimta birkiskóga á yfír 60 þúsund hektumm
lands í nágrenni Heklu (Aradóttir 2007). Aðeins ein rannsókn er til um
kolefnisbindingu í endurheimtum birkiskógi (Snorrason, et al. 2002) og afla þarf
frekari ganga um afköst þeirra.
Rannsóknarverkefnið KolBjörk, sem hófst sumarið 2008, miðar að því að kanna
kolefnisbindingu og þróun lífríkis, jarðvegs og annarra þátta við endurheimt
birkiskóga á röskuðum svæðum. Margir endurheimtir skógar verða í litlum tengslum
við leifar eldri birkiskóga og því óvíst hversu hratt og í hve miklum mæli lykilhópar
gamla birkivistkerfisins berast inn í þá. Þeir hópar sem rannsakaðir verða í
Kolbjarkarverkefninu eru háplöntur og jarðvegslífVemr. Háplöntur eru gjaman
notaðar sem vísihópur um líffræðilegan fjölbreytileika vistkerfa, auk þess em
háplöntur, þar með talinn trjágróður, helstu frumframleiðendur flestra
þurrlendisvistkerfa og eru þar af leiðandi drifkraftur kolefnisbindingar í þeim.
Jarðvegslífverur gegna hins vegar lykilhlutverki í næringarbúskap og þar með
frjósemi vistkerfa. Gróður og jarðvegslífverur hafa áhrif á þróun jarðvegs, en
jarðvegur birkiskóga er um margt annars eðlis en jarðvegur mólendis og auðna. Því
verður lögð áhersla á að skilja með hvaða hætti jarðvegsþættir endurheimtra skóga
þróast og lífræn efni safnast í jarðveginn.
Rannsóknarsvæðin eru þrír endurheimtir birkiskógar í nágrenni Heklu:
Gunnlaugsskógur, skógur í landi Stóra Klofa og Bolholt. Til þeirra var stofnað á landi