Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 442
440 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Eðlis- og efnaeiginleikar jarðvegs. Grafin verða 1-2 snið á hverju svæði, þau mæld,
gjóskulög könnuð, sýni tekin til komastærðarmælinga og til könnunar á
vatnseiginleikum. Einnig verður safnað sýnum með kjamabor úr 0-5, 5-15, og 15-30
cm dýptarbilum til mælinga á kolefni og nitri. Eftirtaldir jarðvegsþættir verða mældir:
• Lífrænt kolefni og nitur í jarðvegssýnum og áfokssýnum.
• Sýrustig í vatnslausn (2:1), KCl lausn og NaF lausn.
• Leir. Notuð er ammoníum oxalat skolun til að meta (allófan og ferrihýdrít)
(Amalds 2008).
• Lífrœn efni bundin í MHK. Notuð er pýrofosfat skolun sem leysir upp lífræn efni
og ál sem bundið er sem MHK. Gerð verður tilraun til að mæla lífræn efni í
skolinu og moldarsýnum eftir pýrofosfat skolun.
• Jónrýmd, sem er mælikvarði á miðlun snefilefna á borð við Ca, K, Na og Mg til
gróðurs.
• Sundurgreining lífræns efnis verður gerð samkvæmt stöðluðum aðferðum (sýru og
basa meðferðir) og leitað verður samstarfs um greiningu lífrænna sameinda við
erlenda samstarfsaðila (Wageningen University; Ohio State University; University
of Aberdeen).
• Vatn verður mælt með vatnsinnihaldsnemum og vatnsspennunemum sem verður
komið fyrir á 15, 30 og 50 cm dýpi. Skoðað verður hvort Nevtrónu-nemi fyrir
vatnsinnihald (Neutron Probe) henti á svæðinu. Isig er mælikvarði á það hversu
hratt vatn hripar niður í jarðveginn. Isig verður mælt með því að setja niður s.k.
double ring infiltrometers á völdum svæðum.
• Rúmþyngd verður mæld með söfnun sýna úr sniðum í dósir með þekktu rúmmáli.
Kolefnisforði verður mældur í jarðvegi, botngróðri og skógi.
• Kolefnisforði í jarðvegi verður reiknaður út frá kolefnisinnihaldi og rúmþyngd
jarðvegssýna úr mælisniðum og smáreitum (sjá hér að ofan).
• Til að meta kolefnisforða í botngróðri verður gróður af öllum smáreitum á hverjum
sýnatökufleti klipptur við yfirborð, þurrkaður, veginn og kolefnisinnihald mælt.
• Kolefnisforði og forðabreytingar í skógi. Tekin verða sýni af minni trjám og/eða
trjástofnum og gerð lífmassaföll fyrir yngri tré. Kolefnisforði stærri trjáa og róta
verður reiknaður út frá stöðluðum trjámælingum og lífmassaföllum úr fyrri
rannsóknum á birki (Snorrason, et al. 2002; Snorrason and Einarsson 2006).
Borkjamar verða teknir til að mæla aldur og þróun kolefnisvaxtar frá ári til árs.
Kolefnis- og niturinnihald verður mælt í hluta trjásýna og kolefnisbindigeta
skóganna metin.
Kolefnisflæði inn í vistkerfi skiptist í a) kolefnisupptöku plantna, sem er
meginstraumurinn; og b) ákomu lífræns efnis með áfoki. Meginflæðið út úr kerfmu er
a) kolefnislosun við öndun og niðurbrot plantna og jarðvegs, en b) flæði kolefnis með
jarðvatni getur einnig skipt máli. Þessir þættir verða mældir á eftirfarandi hátt:
• Kolefnisupptaka með Ijóstillífun. Notuð verða sjálfvirk ACE-mælitæki til að mæla
upptöku og losun kolefnis og kolefnisjöfnuð frá lággróðri/jarðvegsyfirborði, auk
mælinga á inngeislun, jarðvegshita og vatnsinnihaldi jarðvegs. Upptaka trjáa og
losun kolefnis frá ofanjarðarhluta trjáa verður mæld með
ljóstillífunar/öndunartækjum. Farquhar-líkan verður aðlagað að kolefnisupptöku
íslenska birkisins (Farquhar and von Caemmerer 1982) og notað--ásamt