Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 446
444 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
lagðir út átta smáreitir (1 m x 0,33 m) til
gróðurgreininga og var staða þeirra valin af
handahófi. I hverjum smáreit var skráð
heildargróðurþekja, hlutdeild dauðs mosa, ógróins
yfirborðs og grjóts í yfirborði með 10%
nákvæmni. Ennfremur var heildarþekja háplanta,
mosa, fléttna, sinu, þekja einstakra háplantna og
algengustu mosa- og fléttutegunda metin
samkvæmt Braun-Blanquet þekjukvarða. Skráð
var hvort endumýjun háplantna væri endurvöxtur
upp af rót eða stofni, þar sem hægt var að sjá slíkt,
eða hvort fræplöntur af viðkomandi tegund væm
til staðar. Skráningar á endurvexti vom þó ekki
tæmandi en gefa vísbendingu um hvemig
endurvöxtur í gróðursamfélaginu á sér stað eftir
bruna.
Að auki vom gerðar mælingar á uppskeru
háplantna og lífmassa mosa en niðurstöður þeirra
mælinga em ekki kynntar hér. Heildarfjöldi reita í
úttektinni var 12 og heildarfjöldi smáreita 96.
l.mynd Yfirlit af rannsóknarsvæðinu á
Miðdalsheiði. Teikning: Regína Hreinsdóttir.
Samanburður á þekju plöntuhópa og annara mæliþátta var gerður með
fervikagreiningu, en ekki var könnuð marktækni þar sem um mjög litla þekju
plöntuhópa og annara mæliþátta var að ræða.
Niðurstöður
Niðurstöður leiddu í ljós albrunnið land sem oftast var brunnið ofan í mold. í óbmnnu
landi var gróðurþekjan nánast heil (95 %) en nær engin gróðurþekja hafði myndast í
brunnu landi sumarið 2008 (<1 %). Ógróið yfirborð og dauður mosi hafði margfalt
meiri hlutdeild í bmnnu landi en óbmnnu og var munurinn marktækur (l.tafla).
1. tafla Hlutfallsleg flokkun yfirborðs (meðaltal ± 1 SE) í óbrunnu og brunnu landi á Miðdalsheiði
sumarið 2008. Marktækur munur á viðkomandi mæliþætti í brunnu og óbrunnu landi er feitletraður.
Flokkun yfirborðs Óbrunnið land Brunnið land P-gildi
Heildargróðurþekja 95 ±3,1 0,5 ± 0,4 p< 0,001
Ogróið yftrborð 2 ± 1,2 60 ± 13,5 p<0,01
Grjót í yftrborði 3 ±2,0 7 ±2,6 p= 0,37
Dauður mosi 0,2 ±0,1 33 ± 12,0 p < 0,05
Heildarþekja háplantna, mosa og fléttna var marktæk og margfalt meiri í óbrunnu
landi en bmnnu en ekki var marktækur munur í háplöntuþekju í bmnnu landi milli
áranna 2007 og 2008 (2.tafla). Misræmi í heildarþekju plantna milli töflu 1 og 2 stafar
af mismunandi matsaðferðum við þekjumat (sjá rannsóknaraðferðir).