Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 448
446 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Óbrunnið land einkenndist fyrst og fremst af hraungambra (Racomitrium
lanuginosum), sem hafði um 80% þekju (ekki sýnt), en einnig krækilyngi (Empetrum
nigrum), stinnastör (Carex bigelowii) og grasvíði (Salix herbacea). Engin ein
plöntutegund hafði um eða yfír 1% þekju í brunnu landi, hvorki sumarið 2007 né 2008
(3. tafla).
Mun færri háplöntur fundust í brunnu landi en óbrunnu. Það var ekki aukning í ijölda
háplantna milli áranna 2007 og 2008 og engar nýjar plöntutegundir bættust við
tegundalistann frá 2007 (3.tafla). Endurvöxtur upp af rót var nokkur í brunnu landi og
fræplöntur fundust af sjö tegundum (ættkvísl í einu tilviki) háplantna en aðeins var um
örfáar fræplöntur að ræða (ekki sýnt).
Umræður
Niðurstöður um ástand gróðurs í brunninni mosaþembu sama sumar og annað sumarið
eftir bruna sýna að bruninn hefur haft mjög eyðileggjandi áhrif á gróður.
Hraungambrinn, sem myndar mosaþembuna sem einkennir óbrunna
gróðursamfélagið, var horfmn af brunna svæðinu. Líklegt er að brunna spildan muni
skera sig mjög úr umhverfinu næstu árin og áratugi þar sem hraungambrinn er langan
tíma að mjnda samfeilda þekju og vaxa upp í þykkt mosalag. Það sýndu m.a.
rannsóknir á Hellisheiði að þekja mosa, sem að mestu var hraungambri, í 25-35 ára
vegköntum var aðeins um 35-50 % í stað um 95 % í ósnortnu hrauninu í kring (Eygló
Gísladóttir 1996).
Háplöntuþekja var aðeins um 2% í brunnu landi miðað við 17 % í óbrunnu landi og
háplöntutegundum fækkaði. Endurvöxtur háplantna upp af rót var nokkur en þekja
jókst ekki marktækt milli áranna 2007 og 2008 og var aðeins tæp 3% árið 2008 og
fræplöntur afar fáar. I samanburði við rannsóknir á Mýrum eftir stórbruna í votlendi
virðist endurvöxtur mjög hægur í mosaþembunni. Endumýjun gróðurs á Mýmm var
kröftugur, bæði sem endurvöxtur upp af rót, en einnig var mikið um fræplöntur
(Jámgerður Grétarsdóttir 2008). Líklegt er að munur á endurvexti og áhrifum bmna á
gróður á Mýrum annars vegar og Miðdalsheiði hins vegar stafi af nokkmm atriðum. í
fyrsta lagi brann þurr mosaþemba á Miðdalsheiði en aftur á móti votlendi (mest
klófífuflói) á Mýmm. Líklegt er að há vatnsstaða hafi varið bmm og vaxtarsprota
fyrir eldinum á Mýrum. Endumýjun af fræi í votlendinu var einnig kröftug, m.a.
líklega vegna þess að ofan í dökkum og sviðnum sverðinum er nægur raki fýrir
fræplöntur að spíra. Einnig myndar klófífan, sem er ríkjandi tegund á svæðinu,
einskonar skerm og set em góð í dældum í gróðursverðinum sem var að hluta til
bmnnin og hluta til óbrunninn. I öðm lagi er líklegt að áhrif brunans á vistkerfið á
Miðdalsheiði hafí verið meiri vegna þess að þar brann land í júnímánuði í stað
mánaðarmóta mars-apríl á Mýmm. Á Mýmm var jörð frosin þegar bmninn átti sér
stað og plöntur í dvala, en plöntur aftur á móti í vexti á Miðdalsheiði.
Á Miðdalsheiði virðist endumýjun vera hægari. Hlutdeild mosa er þar mun meiri í
gróðri og brann mosinn allur og tekur að öllum líkindum áratugi fyrir hann að mynda
gróðurþekjuna aftur. Þar var landið einnig albmnnið í stað þess blettótta bruna sem
var einkennandi á Mýrum. Það veldur því að landið er algjörlega opið með léleg
fræset og aðstæður fyrir spírun fræja að líkindum mun erfíðari en í brunnu votlendinu
á Mýrum. Einnig er hugsanlegt að bruninn hafí náð dýpra í ófrosin jarðveginn á
Miðdalsheiði og því fremur skaðað vaxtarsprota, bmm og hugsanlega fræforða
jarðvegsins heldur en gerðist á Mýrum.