Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 450
448 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Mælingar á vindrofi á Hólsfjöllum
Olafur Arnalds og Fanney Osk Gísladóttir.
Landbúnaðarháskóla Islands
Inngangur
Þegar Hálslón fyllist, lendir umtalsvert gróðurlendi með misþykkum jarðvegi undir
vatni. Hætta er talin á alvarlegu jarðvegsrofi frá jaðri Hálslóns, m.a. ef jarðvegur sem
er neðan efsta lónborðs en ofan vorstöðu vatnsins fýkur af stað áður þetta efni skolast
ofan í lónið. Einnig sest til set úr Jökulsá í botn lónsins, m.a. á þau svæði sem standa
upp úr fyrri hluta sumars. Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Rala) vann skýrslu um
hættu á jarðvegsrofi frá jaðri Hálslóns (Olafur Arnalds og Fanney Gísladóttir, 2001)
þar sem eðli þessarar hættu var lýst. Skúli Víkingsson (2007) hefur dregið hættu á
foki frá Hálslóni mjög í efa.
Rala (nú Lbhí) og Landsvirkjun stóðu að rannsóknum á Hólsijöllum til þess að mæla
rof við sambærileg skilyrði og kunna að myndast við Hálslón. Hér birtar nokkrar
niðurstöður þeirra mælinga.
Mælingar
Reynt var að finna aðstæður sem svipar til þeirra sem kunna að skapast við Hálslón.
Hólsfjöll urðu fyrir valinu því þar eru til staðar stór moldasvæði og veðurfarsaðstæður
eru svipaðar á foktímabilum með þurrum suðvestan stormum.
Aðstæður. Rannsóknasvæðið er suðvestan við Krókavötn á Hólsfjöllum á rofsvæði
sem var friðað 1992. Svæðið var fremur lítið og því var farið með gröfu á svæðið og
gróður fjarlægður af yfirborði til að ná samfelldu gróðursnauðu yfirborði.
Jarðvegur á Hólsfjöllum er tiltölulega grófur, en efni berast í hann bæði sem áfok
(einkum aurasvæðum við Jökulsá á Fjöllum eftir stórflóð) og í gjóskugosum, en
einnig er stöðugt áfok yfir svæðið frá uppblásturssvæðum á norðaustur hálendinu,
Möðrudalsöræfum og Mývatnsöræfum. Moldirnar á Hólsfjöllum minna því um margt
á jarðveg við Hálslón, en þó er mikilvægur mismunur þar á: við Hálslón eru víða
votlendi og víða gætir samlímingar í jarðveginum.
Mælitæki. Notuð var hefðbundin uppsetning á tækjabúnaði Lbhí, sem samanstendur
af gripgildrum í mismunandi hæð, holugildru, Sensit nemum, og nemum fyrir
veðurfarsþætti (1. mynd). Auk þess er notaður gagnastokkur (,,data-logger“) til að
safna gögnum, en sólarrafhlaða er notuð til að viðhalda spennu á kerfinu. Komið var
upp sjálfvirkum upphringibúnaði til að senda gögn og vista í tölvukerfi Lbhí (þá
Rala). Tækin vom rekin þrjú sumur og haust: 2002, 2003 og 2004. Þessi tæki eru nú
í notkun á Heklusvæðinu (sjá Elínu Fjólu Þórarinsdóttur og Olaf Arnalds, 2009).
Sensit tækin (fokstautar) eru sjálfvirk mælitæki með „pizeo-electric“ efni sem gefa frá
sér rafpúls eða slög þegar sandkom skellur á efninu. Rapúlsamir em magnaðir upp og
þeim safnað. Mikilvægi stautanna felst fyrst og fremst í því að fá samhengi á milli
vindhraða og fokmagns. Vægi þeirra er mest við að meta hvað gerist í hvössum vindi
(kúrfa fyrir fok). Gripgildrurnar kvarða fokstautana og gefa upplýsingar um
heildarmagn fokefna.