Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 453
VEGGSPJÖLD | 451
Tengsl vindhraða og foks
Eins og áður sagði var dreifing foks miðað við vindhraða oft mjög breið í einstökum
stormum og er þá miðað við mesta vindhraða í 1 mínútu mælingu. Gerð var könnun á
að nota 10 mínútna meðalvindhraða frekar en 1 mínútu mælingamar, m.a. vegna eðli
veðurgagna. Miðað var við vindhraðabilin 7,0-7,9 m s"1; 8,0-8,9 m s"1 o.s.frv. Notuð
voru gögnin frá 2002, en úr þeim fengust samtals 126 10 min meðaltöl vinhraða þegar
fok átti sér stað. Fjöldi meðaltala á bak við hvem vindhraða er eftirfarandi; 7 m s'1:
15 meðaltöl, 8 m s"1: 39 meðaltöl, 9 m s'1: 41 meðaltöl, 10 m s"1: 17 meðaltöl, 11 m s"1
13 meðaltöl, en aðeins eitt fyrir 12 m s"1 meðalvindhraða í 10 mínútur. Meðaltal
þessara mælinga eru sýndar á meðfylgjandi myndum. Til vinstri má sjá að dreifmg
gagnanna er mjög mikil, sem orsakast af breytilegum aðstæðum þegar fok á sér stað.
Ef tekið er meðaltal þessara 10 mínútna mælinga kemur aftur á móti í ljós afar gott
samræmi (mynd til hægri). Á bak við þetta graf er rof í 21 klst. Þetta góða samræmi
kemur á óvart miðað við mikla dreifingu gagnanna á grafmu til vinstri, þar sem ætla
má að rakaskilyrði séu afar misjöfn. Grafið til hægri sýnir vel veldisvaxandi
flutningsgetu vinds og hve afgerandi fáir miklir stormar eru fyrir sandfok.
100
80
60 ■
40 -
20 -
7 8 9 10 11 12 13 7 8 9 10 11 12 13
Meðalvindhraði 10 min, m/sek Meðalvindhraöi 10 min, m/sek
Meðaltal hvers vindhraðabils
4. mynd. Samband 10 mínúta meðalvindhraða (m s') og foks (kg klst'). Heildardreifmg gagna
(vinstrí mynd) er mjög mikil, en gott samræmi fœst þegar tekið er meðaltal fyrir hverí vindhraðabil.
Kvarðifyrir Y-ás er ekki sá samifyrir gröftn.
Heildarflæði fokefna á Hólsfjöllum
Fok er fremur lítið 2002 nema í október og nóvember, en þá fylltist neðsta gildran.
Fok var umtalsvert bæði vor og haustið 2003. Fok er almennt fremur lítið á
Hólsljöllum 2004, en þó kom tímabil í júlí þar sem fauk verulega samkvæmt
veðurmælingum á Grímsstöðum, en það skilaði sér ekki vel á mælistaðnum, sem
sýndi mun lægri vindstyrk en var á Grímsstöðum.
Við útreikninga á heildflæði fokefna út frá magni sem safnast í fokgildrur er tekið
tillit til stigvaxandi dreifíngar foksins eftir hæð. En ekki er rúm til að lýsa
aðferðafræðinni í hörgul hér. Samtals eru til gildi fyrir 13 tímabil á þessum þremur
árum. Einingin er magn fokefna sem fýkur yfír eins metra breiða línu (kg m"1) yfír
hvert mælitímabil (sumar og haust). Mesta mælda flæðið er frá júní 2003, 230 kg m"1,
en lægsta gildi er frá júlí 2002, um 10 kg m"1.