Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 459
VEGGSPJÖLD | 457
Orravatnsrústir á Hofsafrétti
Ólafur Amalds1 og Þorsteinn Sæmundsson2
1Landbúnaðarháskóla ísland og 2Náttúrstofu Norðvesturlands
Inngangur
Meðal merkilegust fyrirbrigða norðurhjarans eru svokallaðar rústir, eða „palsa“, sem
eru þústir sem myndast í landslaginu með föstum ískjama. Slíkar þústir geta náð
mörgum tugum metra á hæð, en þá nefnast þær „pingos“, en „pingos em ekki til
hérlendis. Nokkur rústasvæði em til á landinu og er rústasvæðið í Þjórsárvemm
þekktast og best rannsakað (Þóra Ellen Þórhallsdóttir, 1994, 1996). Önnur svæði eru
að fínna norðan Hofsjökuls og em rústimar á Hofsaírétti með mesta útbreiðslu. Til
hægðarauka eru þær einu nafni nefndar Orravatnsrústir. Þær eru óvenjulega háar og
um margt merkilegar, en hafa lítið verið rannsakaðar. Undatekning em rannsóknir
alþjóðlegs hóps sem birtar voru í grein Hirakawa (1986).
Rústasvæði eru afar viðkvæm fyrir loftslagsbreytingum og geta gefið til kynna
langtímaþróun loftslags. Víða em ummerki um að loftslagshlýnun valdi eyðileggingu
á rústasvæðum (Vallée og Payette, 2007; Luoto o.fl., 2004). Gerð hefiir verið áætlun
um virkjun jökulvatna Skagafjarðar, svonefnda Skatastaðavirkjun (VSÓ, 2001).
Tillögumar gera ráð fyrir að allstórt lón, með breytilega lónhæð, myndist í nágrenni
Orravatnsrústa. Lónið gæti haft umtalsverð áhrif á rústasvæðin. Nærri lá við að
svæðið væri stórskaðað af hrossabeit á tíunda áratug aldarinnar, áður en tókst að
stöðva rekstur stóðs á þessa viðkvæmu hálendisvin. Því má segja að ýmislegt kunni að
raska jafnvægi þessa merkilega en viðkvæma hálendissvæðis um þessar mundir.
A undanfömum árum hafa nokkrir aðilar haft með sér samstarf um rannsóknir og
mælingar á Orravatnsrústum og er tilgangur þessarar greinar að gefa stutt yfírlit um
Orravatnsrústir byggt á þessum rannsóknum. Rannsóknimar hafa staðið með hléum
síðastliðin 10 ár, með mælingum á ýmsum þáttum á borð við stærð, dýpt virka lagsins,
ísþykkt, jarðvegsniðum o.fl.
Rústir - palsa
Ekki er nein ein rétt skilgreining á hvað er „rúst“ (t.d. Pissart, 2002), en rúst er í
grófum dráttum þúst með ískjama sem rís upp úr votlendi vegna kulferla (sjá t.d.
Seppala, 1988). Ófan á hinum frosna ískjama er misþykkt lag sem er ófrosið, a.m.k.
yfír sumartímann, stundum nefnt hið virka lag (active layer).
Yfírleitt hafa rústir ávöl þúfuform en Orravatnsrústir eru oft brattar en sléttar að ofan
(sjá 1. mynd). Seppala (1988) skilgreindi ákveðin form rústa sem „palsa pateaux“
(slétt að ofan). Hirakawa (1986) notaði hugtakið „plateau" og „mesa“ (stapaform,
bratt en slétt að ofan) um Orravatnsrústir. Hann taldi að ástæðan fyrir þessu formi
væri að rústimar væru „thermokarst features", þ.e. að bráðnað hefði hluti af svæði
sem hefði haft mun útbreiddari sífrera. Að öðm leiti bera Orravatnsrústir frekar
einkenni venjulegra rústa er varðar umhverfísaðstæður (veður, grunnvatn, ísdreifíng
o.fl.).
Erlendis myndast rústir bæði á grónum svæðum og ógrónum, sem m.a. er notað til að
flokka þær. Hérlendis em þær nær einvörðungu í grónum votlendum. Rústir fínnast
nokkuð víða á íslandi en þessi svæði em núna ekki eins útbreidd áður vegna hlýnandi