Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 473
VEGGSPJÖLD | 471
Á Möðruvöllum var hins vegar stefnt á að gefa jafnmikið AAT úr kjarnfóðrinum óháð
tegund sem þýðir að magn fóðureininga sem kýmar fengu úr kjamfóðri varð
breytilegt. Kjamfóður var vigtað í hveija kú á plötuvigt með gramm nákvæmni og
gefíð í trog tvisvar á dag. Ef kýmar leifðu kjarnfóðri var því safnað og vigtað frá, en
það gerðist einungis þrjár fyrstu vikumar hjá tveimur kúm en eftir það átu allar kýrnar
upp allt kjarnfóður sem þeim var gefíð. Kýrnar fengu sömu heygerð allan
tilraunatímann sem var gefið að vild (ad libitum) en ekki magnmælt. Heyið var
rúlluverkað hreint vallarfoxgras, slegið á miðskriðtíma þann 26. júní 2007 og hirt
daginn eftir.
Nokkur hnefafylli af kjamfóðri var safnað í hverri viku af hverri tegund og sett í
plastpoka og geymt frosið ífam að eíhagreiningu á Hvanneyri en á Möðruvöllum voru
sýnin þurrkuð fyrir geymslu. Heysýni voru tekin úr þremur rúllum í hverri viku og
geymd með sama hætti og kjamfóðursýnin á Hvanneyri og Möðmvöllum. í
kjamfóðursýnunum var mælt þurrefhi, prótein (Kjeldahl) og aska og í heysýnunum
var mælt þurrefni, meltanleiki þurrefnis, prótein (Kjeldahl) og AAT og PBV gildi
reiknað.
Kýmar fengu í upphafí tilraunar sama magn kjamfóðurs og þær höfðu verið að fá með
fáum undantekningum. Eftir að tilraunin hófst voru dagskammtamir lækkaðir
vikulega jafnt á allar kýr; á Möðruvöllum sem svarar um 25 g AAT og á Hvanneyri
sem svarar 0,22 FEm. Nyt kúnna og efnainnihald mjólkur var mælt í tvo sólarhringa í
hverri viku. Kýrnar vom vigtaðar í upphafi tilraunar og í lok hvers fóðurtímabils eða
samtals fjórum sinnum.
1. tafla. Nokkrar upplýsingingar (meðaltðl) um kýrnar í upphafí tilraunar
Fjós Þungi kg Aldur ár Dagar frá burði Mjólk kg/dag Kjarnfóður kg/di|g
Möðruvellir 484 3,6 75 26,3 8,4
-meðalfrávik 52 1,2 55 5,2 1,4
Hvanneyri 515 4,3 121 24,8 9,2
-meðalfrávik 66 1,5 54 5,4 1,2
Niðurstöður og umræður
Rétt er að árétta að þessar tilraunir stóðu yfír í tiltölulega stuttan tíma og langtímaáhrif
kjamfóðurgerðanna koma því ekki fram hér.
Framkvæmd tilraunanna tókst vel í öllum megin dráttum og heilsufar kúnna var gott.
Þó þurfti að meðhöndla 3 kýr á Möðruvöllum í 10 daga og á 2 kýr á Hvanneyri í 3
daga vegna júgurbólgu og spenastigs. Kjarnfóðurgerðimar höfðu ekki áhrif á þyngd
kúnna en kýmar á Hvanneyri voru að þyngjast jafnt og þétt út tímabilið.
í 2. töflu eru sýndar niðurstöður mælinga í kjamfóðursýnunum og þær bomar saman
við uppgefín gildi frá seljendum. Niðurstöður á leysanleika próteins liggja ekki fyrir
og þess vegna er ekki hægt að endurreikna AAT og PBV gildi kjamfóðursins.
Þurrefnishlutfallið (87-88%) er heldur lægra en almenn viðmið. Magn próteins og
ösku víkur sumsstaðar aðeins frá uppgefnum gildum seljenda en eru þó innan
skekkjumarka og hefúr ekki áhrif á áður birtar niðurstöður (Þóroddur Sveinsson,
2008).