Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 478
476 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Samanburður á notkun svarðlags og
hefðbundinna aðferða við uppgræðslu
Jóhannes B. Jónsson' 2, Ása L. Aradóttiú og Hersir Gíslason '
1 Landbúnaðarháskóla íslands, 2Landgræðslu ríkisins, 3 Vegagerðinni
Inngangur
Hefðbundnar aðferðir við uppgræðslu námusvæða hafa falið í sér að ryðja af og þar
með blanda saman öllum ofanáliggjandi, lífrænum jarðvegi og jafna hann svo aftur
yfír að efnistöku lokinni. I kjölfar þess hefur verið notast við áburðargjöf og sáningu
grastegunda. Ymsar erlendar rannsóknir benda til að þessar aðferðir geti hægt á eða
jafnvel hindrað framvindu sem leiðir til gróðurfars er líkist náttúrulegu gróðurfari
nærliggjandi svæða (Walker & del Moral 2003).
Svarðlag er efsta lag gróins jarðvegs og getur það innihaldið svepprætur sem
gagnlegar eru gróðri (Glen o.fl. 2008), fjölbreytt örverulíf, næringarefni, plöntuhluta
og fræforða (Wali 1999, Moynahan o.fl. 2002, Walker & del Moral 2003), auk þess
að vera frjósamara en neðri jarðvegslög (Wali 1999). Við rask á jarðvegi, t.d. við
efnistöku, hefur reynst gagnlegt að halda svarðlaginu til haga og nýta við uppgræðslu
(Farmer o.fl. 1982, Tacey & Glossop 1980). Það hefur reynst hafa fjölþættann
ávinning, s.s. að vera almennt góður vaxtarmiðill fyrir gróður (Burke 2008) sem
skapar hagstæð vatns- og jarðvegsskilyrði (Gilbert 2000) og er uppspretta og fræbanki
fyrir fjölbreyttan gróður af staðaruppruna (Ward o.fl. 1996). Svarðlag hefur einnig
nýst við að endurheimta gróðurfar sem líkist því sem einkenndi viðkomandi svæði
fyrir rask (Farmer o.fl. 1982, Tacey & Glossop 1980).
Hérlendis er mælt með notkun svarðlags í leiðbeiningum um frágang náma
(Guðmundur Arason o.fl. 2002). Aðferðin felur þó í sér kostnaðarauka fyrir
framkvæmdaaðila og því er mikilvægt að kanna hvort hún leiði til ótvíræðs ávinnings
í endurheimt staðargróðurs. Árið 2005 hófst rannsóknaverkefni á vegum
Landbúnaðarháskóla Islands, Vegagerðarinnar og Landgræðslu ríkisins, með styrk frá
rannsóknasjóð Vegagerðarinnar, til að kanna árangur af nýtingu svarðlags til
uppgræðslu við íslenskar aðstæður (Ása L. Aradóttir o.fl. 2007). Um er að ræða
tilraun til að kanna (1) hvort gróðurfar í uppgræðslu með svarðlagi verði líkara því
gróðurfari sem einkenndi svæðið fyrir röskun en í uppgræðslu sem jarðvegsblöndu var
jafnað yfír, (2) áhrif mismunandi uppgræðsluaðferða, áburðargjafar og sáningu
mismunandi fræblandna á gróðurfar og (3) fræforða og landnám staðargróðurs í
uppgræðslum með svarðlagi og jarðvegsblöndu.
Aðferðir
Tilraunin var sett upp í jaðri malarnámu í landi Húsafells í Borgarfírði. Um var að
ræða blokkartilraun þar sem prófaðar voru sjö meðferðir sem hver um sig var
endurtekin fímm sinnum í 5x16 metra tilraunareitum. Tilraunameðferðimar
samanstóðu af mismunandi samsetningum af svarðlagi eða jarðvegsblöndu með eða
án áburðar og fræs eða einungis með áburði (1. tafla). Gróðurþekja uppgræddra svæða
var metin í ágúst 2005, áður en uppsetning tilraunarinnar hófst, og síðan í október
2006 og 2007. Þekjan var metin í 0,5 x 0,5 m römmum og notaður breyttur Braun-
Blanquet skali. Landnám tvíkímblöðunga var mælt á sniðum í völdum meðferðum
sumarið 2007 og jafnhliða tekin jarðvegssýni (0-10 cm) til mælinga á fræforða