Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 479
VEGGSPJÖLD | 477
Fervikagreining var notuð til að meta áhrif meðferða á heildarþekju gróðurs og
meðalfjölda háplöntutegunda fyrir hvort ár um sig og áhrif meðferða á fjölda tegunda
og þéttleika fræplantna í mælireitunum. Nánari uppiýsingar um uppsetningu
tilraunanna, mælingar á tilraunareitunum og úrvinnslu gagna er að fmna hjá Asu L.
Aradóttur o.fl. (2007) og Jóhannesi Baldvin Jónssyni (2008).
1. tafla. Lýsing á tilraunameðferðum. Gróðurþekja var könnuð í öllum meðferðum,
en athuganir á landnámi voru gerðar í meðferðum sem merktar eru með feitletrun.
Meöferö Jarövegur Aburdur Sáning
S Mold jafnað yfir reit og svarðlag sett yfír
S-Á Mold jafhað yfir reit og svarðlag sett yfir. N,P
S-ÁF Mold jafnað yfír reit og svarðlag sett yfir. N,P Hálíngresi og rauðvingull
J-Á Jarðvegsblöndu (svarðlag+mold) jafitað yfir reit. N,P
J-ÁF Jarðvegsblöndu jafnað yfir reit. N,P Hálíngresi og rauðvingull
J-ÁF-Ib Jarðvegsblöndu jafnað yfir reit. N,P Fræblanda Ib
J-ÁMG Jarðvegsblöndu jafnað yfír reit. Blöndu af vatni, moltu, pappamassa, fræi og áburði sprautað yfir reitinn. N,P Hálíngresi og rauðvingull auk náttúrlegra fræja
Niðurstöður
Sumarið 2005, áður en tilraunarsvæðinu var raskað, var gróðurþekja þess yfir 95%.
Fimm þekjuhæstu háplöntutegundir svæðisins voru krækilyng (,Empetrum nigrum L.),
fjalldrapi (Beíula nana L.), snarrótarpuntur (Deschampsia caespiíosa (L.) P. Beauv.),
krossmaðra (Galium boreale L.) og hálíngresi (Agrostis capillaris L.) með 9-14%
þekju hver en þekja mosa var 27%. Haustið 2007 var tegundasamsetning
tilraunareitanna mjög frábmgðin þessu. Grös, einkum hálíngresi, snarrót og túnvingull
(Festuca rubra L.), urðu ríkjandi og aðeins hálíngresið hélt sinni hlutdeild eða jók við
hana.
Árið 2006 hafði meðferð S-ÁF marktækt meiri þekju en allar aðrar meðferðir (1.
mynd). Þekja í reitum með svarðlagi (S-Á og S-ÁF) var marktækt meiri en í reitum
með jarðvegsblöndu fyrir sambærilegar meðferðir (J-Á og J-ÁF) (F=33; p<0,001) og
þekja sáðreita var marktækt hærri en reita sem aðeins fengu áburð (F=169; p<0,001).
Ekki var marktækt samspil milli svarðlags og uppgræðslu (F= 1,9: p=0,2). Þekja allra
meðferða hafði hækkað haustið 2007 en mynstrið var nokkurnvegin það sama: mest
þekja í S-ÁF meðferðinni, marktækt meiri þekja í svarðlags- en jarðvegsblöndureitum
(F=12,5; p<0,01), sáningar juku þekju marktækt miðað við að nota einungis
áburðargjöf (F=5,4; p>0,05) og ekki samspil á milli svarðlags og uppgræðslu (F=0,01,
P=0,9).